Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 25
"f A Jylgiskjali G eru drög að viðbragðaáætlun kirkjunnar sem hópslysanefnd hefur
unnið að. Þar er skilgreint hlutverk starfsfólks kirkjunnar vegna stórslysa og við
almannavá. Allsherjarnefhd styður að nefndinni verði áfram séð fyrir starfsmanni í
hlutastarfi til að vinna handbók um áætlunina, enda verði henni komið á framfæri sem
víðast innan kirkjunnar og henni fylgt vel eftirþegar hún liggur fyrir".
Kirkjuráð mun vinna áfram að framkvæmd málsins og m.a. er tryggð fjárveiting á
næsta ári til að hafa áfram verkefnisstjóra í hlutastarfi eins og verið hefur til að fylgja
viðbragðaáætluninni eftir. Handbók um viðbragðaáætlun kirkjunnar fylgir skýrslu
þessari.
”g) Allsherjarnefhd tekur undir ályktanir kirkjuþings unga fólksins á fylgiskjali H og
hvetur tilþess að þær verði teknar til umfiöllunar í Kirkjuráði".
Af því tilefni bókaði Kirkjuráð eftirfarandi: "Kirkjuráð hvetur sóknir landsins til að
fylgja eftir áherslum fræðslustefhu kirkjunnar um starf meðal unglinga og hvetur biskup
til að undirbúa stofiiun landssamtaka æskulýðsfélaga kirkjunnar. Kirkjuráð hvetur til
þess að sóknir gefi ungu fólki tækifæri til setu í sóknamefnd".
Stofiiuð vom landssamtök æskulýðsfélaga kirkjunnar, 3. feb. 2006 og veitti Kirkjuráð
fjárstuðning til þeirra.
Ályktun um 1. mál Kirkjuþings 2005:
"Kirkjuþing 2005felur Kirkjuráði að senda formlegt erindi til stjórnarskrárnefndar um
mikilvægi 62. greinar stjórnarskrárinnar, eins og vísað er til í nefndaráliti.
- Hvað varðar stjómarskrámefhd vísast til þess er fýrr greinir hér að ofan.
Kirkjuþing 2005 beinir þeim tilmælum til Biskupsstofu að með fundum og námskeiðum
verði unnið að kynningu á þeim stefhum og starfsáherslum sem samþykktar hafa verið á
Kirkjuþingi. Jafnframt verði framgangur stefhumála kynntur með skýrslu Kirkjuráðs
hér eftir sem hingað til.
Fræðslusvið hafði umsjón með áherslunni um heimilið og fjölskylduna.
Kirkjustarfshópur Kirkjuráðs hélt utan um stefnumótunarvinnuna sem fólst meðal
annars í átaksverkefninu "Vemdum bemskuna", og í því að unnið var að
fjölskyldustefnu sem kynnt var á síðasta Kirkjuþingi og síðan kynnt til umræðu á
fundum um allt land. Undirbúningur að áherslu á kærleiksþjónustu og hjálparstarf 2006
- 2007 fór fram á fýrri hluta árs 2006 með umsjón kærleiksþjónustusviðs. Ákveðið var
að leggja sérstaka áherslu á eftirfýlgd og vinaheimsóknir (heimsóknarþjónustu) þetta ár
og er kynning á því þegar hafin. Stefna í kærleiksþjónustu Þjóðkirkjunnar var unnin og
er lögð fýrir Kirkjuþing nú (sjá 15. mál).
Kirkjuþing 2005 hvetur til þess að áherslu þessa starfsárs “Heimilið - fiölskyldan “
verði fylgt eftir með skrifum í dagblöð og á heimasíðu kirkjunnar.
Átakið "Vemdum bemskuna" var kynnt reglulega í fjölmiðlum og á vef kirkjunnar.
Kirkjuþing 2005felur Kirkjuráði að vinna áfram að undirbúningi rekstrarlíkans sem
byggi á hugmyndafræðiþeirri sem kynnt er sem fylgiskjal B með 1. máli Kirkjuþings
2005, enda komi afrakstur frekari útfœrslu til umfiöllunar á Kirkjuþingi 2006.
23