Gerðir kirkjuþings - 2006, Qupperneq 26
- Tilnefndur hefur verið starfshópur til að vinna að gerð rekstrarlíkans. Starfshópinn
skipa Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu, sr. Dalla Þórðardóttir,
kirkjuráðsmaður og prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis og Jóhann E. Bjömsson,
kirkjuráðsmaður. Starfshópurinn hefur nýverið ráðið sr. Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur,
til að sinna gagnaöflun, úrvinnslu o.fl.
KirJguþing 2005 beinirþví til Kirkjuráðs að það styðji umsókn Tónskóla
Þjóðkirkjunnar til menntamálaráðuneytisins um viðurkenningu á lánshœfiii náms við
skólann.
- Nánar er ijallað um málefni skólans, þ.m.t. þetta mál, síðar í skýrslu þessari og vísast
til þess.
Kirkjuþing 2005 samþykkir að fela Kirkjuráði, í samráði við stjórn Prestssetrasjóðs, að
vinna að því fram að Kirkjuþingi 2006 að Ijúka samningum við ríkisvaldið um málefiú
prestssetranna". - Sjá ofar.
2. mál Kirkjuþings 2005. Fjármál Þjóðkirkjunnar
Úr nefhdaráliti tjárhagsnefndar:
"1. Kirkjuráð beiti sér fyrir því að komið verði á fót sérstakri launanefiid. Verksvið
nefridarinnar verði m.a. rammasamningar um kaup og kjör launaðra starfsmanna
sókna fyrir störf í þágu Þjóðkirkjunnar".
Að fengnu áliti Þóknananefhdar Þjóðkirkjunnar samþykkti Kirkjuráð að skipa
launanefhd kirkjunnar, enda taldi Þóknananefndin þetta ekki á sínu verksviði. í
nefhdinni eru Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri biskupsstofu, sem er
formaður nefndarinnar, Bjami Kr. Grímsson, kirkjuþingsmaður og formaður
sóknamefndar Grafarvogssóknar og Jóhann E. Bjömsson, kirkjuráðsmaður. Nefndin
hefur tekið til starfa og hefur m.a. ráðist í launakönnun hjá sóknum landsins.
"2. Fagnað er tillögu um breytingu á umsýslu fasteigna kirkjunnar, þannig að þœr
verði í einum sjóði. Vísað er til tillögu tilþingsályktunar áþskj. 2".
Eins og fýrr segir er Kirkjumálasjóður nú þinglýstur eigandi allra fasteigna sem
Kristnisjóður átti áður.
3. "Kirkjuráð beiti sér fyrir frekari skoðun og endurskipulagningu á Tónskóla
Þjóðkirkjunnar með það í huga að kanna möguleika á þjónustusamningi við
Listaháskóla Islands”.
Vísað er til umíjöllunar um Tónskóla Þjóðkirkjunnar hér á eftir.
4. Kirkjuráð beiti sér fyrir samningi við ríkið um þátttöku þess í viðhaldskostnaði
kirkna sem hafa sérstöðu sökum aldurs og/eða sögu- og menningarlegs hlutverks.
Kirkjuráð telur að framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sókna feli í sér nokkra þátttöku
hvað varðar eðlilegt viðhald þessara kirkna. Kirkjuráð er þó jafiian reiðubúið að styðja
við sóknir sem þurfa að leita til ríkisins vegna ákveðinna meiri háttar verkefha. Þá hafa
einstakar kirkjur sem falla undir þennan flokk fengið firamlög á íjárlögum.
24