Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 31
mál, var falið að huga að málefnum Prestssetrasjóðs m.a. hlutverki prófasta, hvað
viðkemur tilsjón þeirra með prestssetrum.
20. mál Kirkjuþings 2005. Þingsályktun um stofnun nefndar um friðarrannsóknir og
samrœður milli trúarbragða
Upphafleg tillaga til þingsályktunar var svohljóðandi:
“Kirkjuþing 2005 beinir því til biskups Islands að stofnuð verði sérstök nefnd um
samrœður milli trúarbragða og friðarrannsóknir og að hugmyndagrundvöllur slíkrar
nefndar sé stefna og yfirlýsing Heimsráðs kirkna um Justice, Peace and Integrity of
Creation. Biskup Islands og rektor Háskóla.Islands tilnefni hvor um sig tvo aðila í
nefndina, sem sjálfvelur sér formann úr sínum hópi. Nefndin standi að fundahaldi,
ráðstefnum og ráðgjöf umþessi mál”.
Málinu var vísað til Kirkjuráðs til nánari skoðunar. í nefndaráliti fjárhagsnefndar segir
að eðlilegt sé að Kirkjuráð kanni möguleika á að skipa nefnd á grundvelli yfirlýsingar
Heimsráðs kirkna. Kirkjuráð ákvað eftir nánari athugun að vísa málinu til biskups.
21. mál Kirkjuþings 2005. Þingsályktun um Hjálparstarf kirkjunnar o.fl.
Kirkjuþing samþykkti svofellda ályktun:
“1. Kirkjuþing lýsir stuðningi við þá stefnu sem Hjálparstarfkirkjunnar hefur mótað
um eflingu starfseminnar til ársins 2010, meðal annars um þreflóldun söfnunarfjár, og
hvetur söfnuði, prestaköll ogprófastdæmi tilþess að taka virkan þátt í hjálparstarfinu á
komandi árum.
2.1 samræmi við þá stefhumörkun Þjóðkirkjunnar að árið 2006 til 2007 verði
kærleiksþjónustan í forgrunni safnaðarstarfs beinir Kirkjuþing því til safnaða að gera
alþjóðlegt hjálparstarf að reglulegu verkefni í starfsemi sinni um leið og stefnt verður
að því gera fræðslu um þróunarsamvinnu og aðstæður í fátœkustu ríkjum heims að
JÖstum lið í öllu fræðsluefni Þjóðkirkjunnar.
3. Kirkjuþing fagnar því að íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að auka vægi þróunarmála
í utanríkisstejhu Islands og beita sérfýrir framgangi þeirra markmiða sem sett voru á
leiðtogafundum Sameinuðu þjóðanna á síðasta áratug.
4. Kirkjuþing tekur undir það sjónarmið stjórnvalda að mikilvægt sé að öll
félagasamtök geti sótt stuðning til stjómvalda vegna þátttöku íþróunarsamvinnu á
jafhréttisgrundvelli og að um slíkt samstarf gildi úthlutunarreglur og viðmið sem
samtökin þurfa að uppfylla. Því er mikilvægt að hraða því verki, sem fyrirheit eru gefin
um, að stjómvöld móti stefnu og þrói heildarreglur vegna samstarfs og stuðnings við
félagasamtök. Iþví sambandi bendir Kirkjuþing á að beinum og óbeinum stuðningi hins
opinbera við hjálparsamtök á Islandi er mjög misskipt. Hjálparstarf kirkjunnar nýtur
engra fastra framlaga stjómvalda til starfsemi sinnar meðan 60 — 70 % af verkefhum
systursamtaka stofnunarinnar annarsstaðar á Norðurlöndum er fjármagnað með
framlögum úr opinberum sjóðum.
5. Kirkjuþing hvetur til þess að skattareglur verði endurskoðaðar íþví skyni að
auðvelda frjálsum félagasamtökum að afla fjár til líknarstarfs ogþróunarsamvinnu.
Gjafir einstaklinga til góðgerðarfélaga verði undanþegnar frá skatti ogfélögum sem
annast hjálparstatf verði hvorki gert að greiða Jjármagnstekjuskatt né erfðafjárskatt af
gjöfum”.
29