Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 39
fangaprestur og dr. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild HÍ. Skipunin gildir til
og með 30. júní 2007.
Ráðningartími ffáfarandi rektors, sr. Bemharðar Guðmundssonar, rann út 1. ágúst 2006,
en hann hafði starfað við skólann í fimm ár. Á fundi Kirkjuráðs í maí var Kirkjuráði
gerð grein fyrir niðurstöðu stjómar Skálholts um að ráða dr. Kristin Ólason,
guðffæðing, í stöðu rektors frá og með 1. júlí 2006.
Eins og áður hefur komið ffam hefur Kirkjuráð unnið að stefnumótun og
endurskipulagningu starfsemi Skálholtsstaðar, skóla, tónlistarstarfs og kirkju.
Endurskipulagningin felur m.a. í sér breytingu á starfi organista Skálholtskirkju í
samræmi við stefhumótunina og tónlistarstefnu kirkjunnar og að starfið verði fullt starf.
Þótti stjóminni því eðlilegt að segja upp þeim hluta ráðningarsamningsins sem snýr að
starfi fyrir Skálholtsstað.
Á fundi Kirkjuráðs í september var rætt um ffamangreinda uppsögn organista
Skálholtskirkju og viðbrögð við henni. Vísað er til bókunar Kirkjuráðs um málið á þeim
fundi.
Kynnt var fyrir Kirkjuráði á árinu “Greinargerð söngmálastjóra um Skálholt,
kirfgutónlistarfrœðslu og Sumartónleika í Skálholti”. Kirkjuráð tók undir meginatriði
þeimar stefriumörkunar sem fram kemur í greinargerð söngmálastjóra.
Frístundabyggð
Unnið hefur verið að því að stofna til ffístundabyggðar í Skálholti. Um stórt svæði er að
ræða, Borgarhóla, er liggur í sveig frá núverandi sumarhúsi Kirkjugarðanna, að
Þorlákshver og upp með Brúará.
Sumartónleikar í Skálholtsskóla
Sumartónleikar í Skálholti eru nú reknir sem sjálfseignarstofnun. Kirkjuráð hefur stutt
myndarlega við starfið enda mikilvægur þáttur í starfsemi Skálholts.
Skipulagsbreytingar í Skálholti taka m.a. til þess samstarfs kirkjunnar og
Sumartónleikanna, sem verið hefur ffá byijun.
Fornleifarannsóknir
Sumarið 2006 lauk fomleifauppgreffri, sem hófst árið 2002, nema aukið fjármagn fáist
til ffekari rannsókna. Fomleifarannsóknir fóm ffam sl. sumar. í gildi er samningur um
kynningu á rannsóknunum milli Kirkjuráðs og Fomleifastofnunar. Samningurinn
rennur út á þessu ári. Ársskýrsla Fomleifastofiiunar fyrir árið 2005 liggur ffammi á
Kirkjuþingi.
Langamýri
Kirkjuráð ákvað að ffamlengja árangursstjómunarsamning við Löngumýramefnd út
árið 2007.
37