Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 41
Skipan í nefndir á árinu
Kirkjuráð skipaði í nokkur trúnaðarstörf á tímabilinu:
- Hörður Askelsson, sagði sig úr stjóm Tónskólans þegar hann var skipaður
söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. í stað hans var skipaður Kári Þormar, organisti í
Askirkju, Reykjavík. Eins og fyrr segir var sr. Jón Helgi Þórarinsson skipaður formaður
stjómar í stað sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar.
- Sr. Gísli Jónasson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra var skipaður áffam sem
formaður hópslysanefiidar.
- Kirkjuráð tilnefndi í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar til tveggja ára þau Þorstein
Pálsson, ritstjóra og fyrrverandi ráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, fyrrverandi ráðherra
og Kristínu Magnúsdóttur, kennara og kirkjuþingsmann. Varamaður var tilnefiidur
Rannveig Sigurbjömsdóttir hjúkmnarfræðingur.
- Kirkjuráð tilnefiidi Emu Þórarinsdóttur, Mývatnssveit, sem fúlltrúa Kirkjuráðs í stjóm
Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn.
Samstarfssamningur Kirkjuráðs og guðfræðideildar Háskóla Islands
Kirkjuráð samþykkti að framlengja samstarfssamning Kirkjuráðs og guðfræðideildar
Háskóla Islands út árið 2006. Unnið er ffekari þróun samstarfs þessara aðila m.a. um
endurmenntun presta.
Oryggismál í kirkjum
Um er að ræða verkefhi sem Fomleifavemd ríkisins hefur umsjón með. Kirkjuráð hefur
skipað fulltrúa í hóp sem vinnur að þessum málum og jafiiffamt veitti ráðið fjárstyrk til
verkefiúsins.
Fjárhagur Leikmannastefhu
Kirkjuráð samþykkti að Leikmannastefna verði með sjálfstæðan fjárhag eftirleiðis.
Tilraunaverkefni um kirkjulegt starf meðal innflytjenda
Kirkjuráð ákvað að veita styrk til tilraunaverkefnis er nefiiist “Kirkja fyrir alla”, en um
er að ræða kirkjulegt starf meðal innflytjenda í Fella- og Hólakirkju.
Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar
Akveðið var að veita árlega kvikmyndaverðlaun kirkjunnar í tengslum við alþjóðlega
kvikmyndahátíð og var það gert í fyrsta sinn nú í haust.
Samningur við Siðfræðistofnun
Samþykkt var að ffamlengja samning Siðffæðistofhunar og Þjóðkirkjunnar til loka árs
2009. Framlagið verður að hluta til greitt með ávísun á þjónustu Skálholtsskóla.
Skil ársreikninga sókna og kdrkjugarða
Tekið var upp nýtt fýrirkomulag á innheimtu ársreikninga sókna og kirkjugarða. Sér
Biskupsstofa nú um innheimtuna og sendir síðan reikningana áffam til prófasta og
Ríkisendurskoðunar. Kirkjuráð samþykkti að leggja til við biskupafund að sóknir sem
ekki hafa skilað ársreikningi 2004 verði sameinaðar næstu sókn.
39