Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 42
Breytingar á reglugerðum um Jöfnunarsjóð sókna
Kirkjuráð samþykkti að beina þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að breyta
reglugerð um Jöfhunarsjóð sókna nr. 206/1991, sbr. reglugerð um breyting á þeirri
reglugerð nr. 81/1999, þannig að skilafrestur umsókna verði 15. júní ár hvert vegna
næsta árs í stað 10. nóvember. Enn fremur að breyta reglugerð um ábyrgðir
Jöfiiunarsjóðs sókna nr. 865/2001 á þann veg að hafi Kirkjuráð veitt ábyrgð, nægi að
forseti Kirkjuráðs undirriti yfirlýsingu þar að lútandi, en ekki að yfirlýsing um ábyrgð
skuli vera undirrituð af öllum kirkjuráðsmönnum. Ráðherra varð við þessum tilmælum
og hefur nefiidum reglugerðum verið breytt.
VII. Lokaorð
Kirkjuráð fjallaði um ýmis önnur mál sem unnt er að lesa um í fundargerðum ráðsins á
heimasíðu kirkjunnar. Einnig skal vísað til greinargerðar ffamkvæmdastjóra Kirkjuráðs
í Arbók kirkjunnar 2005. Þá fýlgja skýrslu þessari ýmis gögn til ffekari skýringar.
Kirkjuráð vill þakka sérstaklega forseta Kirkjuþings farsælt og gott samstarf. Jón
Helgason hefur verið forseti Kirkjuþings s.l. tvö kjörtímabil. Þegar Jón tók við starfi
forseta 1998 voru Þjóðkirkjulögin nýlega gengin í gildi. Miklu skipti hver stjómaði
störfum Kirkjuþings þessi mótunarár í nýju lagaumhverfi og er það mat Kirkjuráðs að
þar hafi vel verið stjómað. Það var ómetanlegt fýrir Þjóðkirkjuna að fá á Kirkjuþing
mann með reynslu af störfum sem forseti Alþingis, dóms- og kirkjumálaráðherra,
þingmaður í áratugi og ötull liðsmaður kirkjunnar alla tíð.
Fylgiskjöl:
a. Svarbréf til ráðherra og gögn vegna aukaverka presta
b. Greinargerð vegna KMA
c. Greinargerð um samstarf Kirkjuráðs og guðfræðideildar Háskóla íslands
d. Skýrsla stjómar Tónskólans
e. Greinargerð söngmálastjóra Harðar Áskelssonar um tónlistarstarf í Skálholti
f. Handbók um viðbragðaáætlun kirkjunnar
g. Umsagnir héraðsnefhda/auka héraðsfunda um 5. - 10. mál Kirkjuþings 2006
h. Yfirlitsskýrsla helgisiðanefiidar til Kirkjuráðs og Kirkjuþings
Nefndarálit
Á fúnd Allsheijamefndar komu Guðmundur Þór Guðmundsson ffamkvæmdastjóri
Kirkjuráðs, dr. Hjalti Hugason prófessor, Magnhildur Sigurbjömsdóttir
viðskiptafræðingur á Biskupsstofu og sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup.
Allsheijamefhd hefur fjallað um skýrslu Kirkjuráðs og þakkar greinargóðar upplýsingar
sem þar má sjá um störf Kirkjuráðs á liðnu starfsári.
40