Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 48
um prestsþjónustu voru gerðir en gert var ráð fyrir og tekjur og gjöld ffæðslusviðs voru
einnig hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Þá voru áætlaðar tekjur Biskupsstofu lægri en
gert var ráð fyrir. Áætlun ársins 2006 gerir ráð fyrir halla um 6,3 m.kr. en áætlað er að
reksturinn verði hallalaus árið 2007.
Kostnaðarhlutdeild sjóða og stofnana í skrifstofurekstri Biskupsstofu verður hækkuð
nokkuð og miðast við 5% af framlögum til þeirra á íjárlögum. Heildarfjárhæð
kostnaðarhlutdeildar verður um 40 m.kr. og hækkar um 8 m.kr. miðað við árið 2006.
Höfuðstóll Biskupsstofu er 10,3 m.kr. í árslok 2005. Skuld við ríkissjóð var í árslok
2005 4,5 m.kr. Aðrir veltufjármunir voru í árslok 27,3 m.kr. og skammtímaskuldir 12,5
m.kr.
Kirkjumálasjóður
Lögboðið framlag í Kirkjumálasjóð er reiknað sem 11,3% hlutfall af sóknargjöldum
og hækkar sem nemur 13,8% frá fjárlögum 2006 eða um 25,2 m.kr.
Langtímaskuld Kirkjumálasjóðs í árslok 2005 var 26 m.kr. vegna kaupa á jarðhæð
safnaðarheimilis Grensáskirkju. Gert er ráð fyrir að útbúa skrifstofur og lager fyrir
Hjálparstarf kirkjunnar en kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 37,8 m.kr. Framkvæmdin
er fjármögnuð með sjóði að fjárhæð um 30 m.kr. og af tekjum ársins 2007 um 10 m.kr.
I áætlun 2006 er gert ráð fyrir að tekjur Kristnisjóðs að fjárhæð 82,8 m.kr. renni inn í
Kirkjumálasjóð og 53,6 m.kr. af ráðstöfunarfé Jöfhunarsjóðs sókna einnig - auk 7,3
m.kr. vegna starfsmanna Jöfiiunarsjóðs hjá Kirkjumálasjóði. Með ffamlagi
Kirkjumálasjóðs að ijárhæð 207,5 m.kr. og öðrum sértekjum eru um 366,7 m.kr. til
ráðstöfunar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir fór fram á septemberfundi Kirkjuráðs og
hjálögð er áætlun þar sem gjöld eru sundurliðuð á meginverkefni Þjóðkirkjunnar.
Framlög til Prestssetrasjóðs eru um 25% af gjöldunum.
Jöfnunarsjóður sókna
Lögboðið ffamlag í Jöfnunarsjóð sókna er reiknað sem 18,5% hlutfall af sóknargjöldum
og hækkar sem nemur 13,8% frá fjárlögum 2006 eða um 41,2 m.kr.
Kirkjubyggingasjóður rann inn í ábyrgðadeild Jöfiiunarsjóðs sókna árið 2002. Miðað
við stöðu ábyrgðadeildarinnar í árslok 2005 er heimild til ábyrgðaveitinga um 673,5
m.kr. samkvæmt ársreikningi. Veittar ábyrgðir voru á sama tíma 176,7 m.kr.
í ijárhagsáætlun 2007 er gert ráð fyrir að 15% af ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs renni
inn í Kirkjumálasjóð eða 53,6 m.kr. auk 13,2 m.kr. vegna starfsmanna Jöftiunarsjóðs
sem vistaðir eru á Biskupsstofu og Kirkjumálasjóði. Fyrri umræða um úthlutun til
sókna fór fram á septemberfúndi Kirkjuráðs, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða
úthlutanir og gera breytingatillögur.
46