Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 60
7. mál
Starfsreglur um prófasta
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Dalla Þórðardóttir
1. gr. Biskupsdæmi íslands skiptist í 15 prófastsdæmi: Kjalamess-, Reykjavíkur vestra-,
Reykjavíkur eystra-, Borgartjarðar-, Snæfellsness - og Dala-, Vestíjarða-, Húnavatns-,
Skagafjarðar-, Eyjafjarðar - Þingeyjar-, Múla-, Austfjarða-, Skaftafells-, Rangárvalla-
og Ámesprófastsdæmi, sbr. starfsreglur nr. 731 /1998 um skipulag kirkjunnar í héraði.
2. gr. Biskup útnefnir prófast úr hópi þjónandi presta í hveiju prófastsdæmi eftir að hafa
leitað umsagnar þjónandi presta og djákna svo og formanna sóknamefiida.
Auk þess er biskupi heimilt að útnefina prófast til að hafa umsjón með tilteknum þáttum
kirkjulegrar þjónustu óháð mörkum prófastsdæma, svo sem sérþjónustu kirkjunnar.
Presti er skylt að takast á hendur prófastsembætti. Þegar biskup setur prófast
tímabundið þarf ekki að afla umsagnar sbr. 1. mgr.
3. gr. Utnefning gildir í fimm ár. Útnefning skal enn fremur gilda sjálfkrafa áffam ef
prófastur tekur við öðm prestsembætti innan sama prófastsdæmis í beinu framhaldi af
starfslokum í fyrra embætti.
4. gr. Útnefiiing prófasts fellur sjálfkrafa niður við lok prestsþjónustu hans í
prófastsdæminu. Gildir það einnig þótt hlutaðeigandi sé í beinu ffamhaldi af
starfslokum settur til aðgegna áffam prestsembætti innan prófastsdæmis.
5. gr. Biskup setur annan sóknarprest í prófastsdæminu eða nágrannaprófast til að
gegna prófastsembætti um stundarsakir ef sérstaklega stendur á svo sem vegna fjarveru.
leyfis eða veikinda prófasts, prófasts missir við, eða er veitt lausn um stundarsakir.
6. gr. Reglur stjómsýslulaga um sérstakt hæfi gilda um störf prófasta. Biskup sker úr
um hvort um vanhæfi er að ræða. Víki prófastur sæti í tilteknu máli vegna vanhæfis
setur biskup prófast til að fara með málefni það sem um er að tefla.
7. gr. Prófastur hefur í umboði biskups tilsjón með kirkjulegu starfi í prófastsdæminu,
embættisfærslum presta, þjónustu vígðra og starfi sóknamefnda. Hann er tilsjónarmaður
og ráðgjafi þessara aðila.
8. gr. Prófastur er trúnaðarmaður biskups og ráðgjafi í kirkjulegum málum. Prófastur
fylgist með því að réttur kirkjunnar sé virtur í hvívetna.
Prófastur er, sem fulltrúi biskups íslands í prófastsdæminu, leiðtogi og verkstjóri vígðra
þjóna prófastsdæmisins.
Prófastur fylgir eftir stefnumörkun og samþykktum Kirkjuþings er varðar kirkjulegt
starf í prófastsdæminu.
Prófastur er í fyrirsvari fyrir prófastsdæmið að því er varðar sameiginleg málefni þess,
gagnvart stjómvöldum, stofiiunum og einstaklingum.
58