Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 61
Prófastur varðveitir embættisbækur og önnur gögn prófastsdæmisins tryggilega.
9. gr. Biskup íslands getur falið prófasti einstök mál sem varða kirkjulegt starf.
Prófastur veitir biskupi íslands og vígslubiskupi umdæmisins eftir því sem við getur átt,
þá aðstoð, sem þeir óska eftir. Prófastur aðstoðar biskup íslands við undirbúning og
framkvæmd vísitasíu hans og fylgir honum um prófastsdæmið á vísitasíuferðum.
10. gr. Prófastur kemur að vali á presti, sbr. starfsreglur um presta. Prófastur veitir
jafiiframt liðsinni sitt við almennar prestskosningar, sbr. starfsreglur um presta.
11. gr. Prófastur sér til þess, í umboði biskups íslands, að sóknarböm njóti þeirrar
prestsþjónustu sem þeim ber. Hann skipuleggur afleysingaþjónustu vegna vikulegs
frídags, skammvinnra veikinda og sumarleyfa presta í prófastsdæminu. Hann annast um
viðvemskyldu og skipulag bakvakta, m.a. í ljósi viðbragðaáætlunar kirkjunnar við
hópslysum. Prófastur sér til þess að vígðir þjónar kirkjunnar í prófastdæminu njóti
tilskilinna réttinda s.s. til orlofs og námsleyfa.
12. gr. Prófastur stýrir samstarfi presta um kirkjulega þjónustu í prófastsdæminu m.a.
þjónustu á sjúkrastofhunum og dvalarheimilum aldraðra.
13. gr. Prófastur annast um skipting starfa milli presta þar sem fleiri en einn prestur
þjónar í prestakalli og sér til þess að samið sé um það skriflega.
14. gr. Prófastur í samráði við biskup og héraðsnefnd, skipuleggur starf héraðsprests.
Héraðsprestur starfar undir stjóm prófasts.
15. gr. Prófastur setur nýja presta í embætti og afhendir þeim embættisbækur og gögn
að boði biskups.
16. gr. Prófastur er formaður héraðsnefhdar og annast þá stjómsýslu sem honum er falin
1 starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir. Hann tekur við erindum og
fyrirspumum og sér til þess að leyst sé úr þeim.
17. gr. Prófastur er formaður stjómar héraðssjóðs, sbr. starfsreglur um héraðsfundi og
héraðsnefiidir.
Prófastur hefur vörslur og annast gjafa- og líknarsjóði í prófastsdæmi ef því er að skipta
og gerir árlega reikningsskil til Ríkisendurskoðunar.
18. gr. Prófastur fer, ásamt biskupi, með yfirstjóm kirkjugarða í prófastsdæminu, sbr.
lög um kirkjugarða, greflrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og sinnir öðrum lögboðnum
skyldum samkvæmt þeim lögum.
19. gr. Prófastur annast um þær úttektir í prófastsdæminu sem hér greinir:
a) úttekt á nýbyggðri kirkju og eignum hennar svo og þegar kirkja hefur verið
endurbyggð
b) úttekt á kirkju þegar hún hefur verið afhent söfhuði, sbr. lög um umsjón og fjárhald
59