Gerðir kirkjuþings - 2006, Qupperneq 64
8. mál
Starfsreglur um vígslubiskupa
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Halldór Gurmarsson
1. gr. Biskupsdæmi íslands skiptist í tvö vígslubiskupsumdæmi, Skálholtsumdæmi og
Hólaumdæmi.
Umdæmi vígslubiskups í Skálholti nær yfir Skaftafells-, Rangárvalla-, Ámess-,
Kjalamess-, Reykjavíkur eystra-, Reykjavíkur vestra-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness - og
Dala- og Vestfjarðaprófastsdæmi.
Umdæmi vígslubiskups á Hólum nær yfir Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjaíjarðar -
Þingeyjar-, Múla- og Austfiarðaprófastsdæmi.
2. gr. Vígslubiskup starfar á grundvelli laga um stöðu, stjóm og starfshætti
Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. í umboði biskups íslands og effir þeirri kirkjulegu skipan
sem segir í lögum, reglugerðum og starfsreglum veitir vígslubiskup andlega leiðsögn og
tilsjón innan kirkjunnar í umdæmi sínu, eflir kirkjulíf, vísiterar og annast
sáttaumleitanir.
3. gr. Vígslubiskup sá, sem eldri er að biskupsvígslu, gegnir störfum biskups íslands í
forfollum samkvæmt 15. gr. laga nr. 78/1997.
4. gr. Vígslubiskupi ber að starfrækja embætti sitt á grundvelli árlegrar fiárhagsáætlunar
sem Kirkjuráð samþykkir.
5. gr. Vígslubiskupar bera ábyrgð á uppbyggingu biskupsstólanna eftir því umboði sem
Kirkjuráð veitir. Þeir em Kirkjuráði til stuðnings og samráðs í málefnum
biskupsstólanna svo og öðmm kirkjulegum stjómvöldum og koma fram í nafni
staðanna og umdæmanna eftir því sem við á. Þeir bera ábyrgð á helgihaldi dómkirkna
sinna í samráði við viðkomandi sóknarprest.
6. gr. Vígslubiskup á sæti í kenningamefnd, sbr. 14. gr. laga nr. 78/1997 og starfsreglur
um kenningamefhd.
Vígslubiskup situr biskupafund sem biskup íslands boðar til, sbr. 19. gr. laga 78/1997
og starfsreglur um biskupafund.
Vígslubiskup situr prestastefiiu íslands.
Vígslubiskup situr Kirkjuþing með málffelsi og tillögurétt, sbr. 21. gr. laga nr. 78/1997
og starfsreglur um Kirkjuþing.
Vígslubiskup situr prófastafund, sbr. starfsreglur um prófasta.
Vígslubiskup situr að jafhaði einn firnd Kirkjuráðs á ári til þess að ræða málefni
biskupsstólsins, sbr. starfsreglur um Kirkjuráð.
Vígslubiskup sækir héraðsfundi í umdæminu eftir því sem við verður komið.
7. gr. Vígslubiskup skal annast sáttaumleitanir í umdæmi sínu þegar embættismönnum,
trúnaðarmönnum eða starfsmönnum kirkjunnar, launuðum jafnt og ólaunuðum, vígðum
62