Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 67
10. mál
Starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Sigríður M. Jóhannsdóttir
1. gr. Héraðsfundur er aðalfundur prófastsdæmis og fjallar um málefni sem varða starf
þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu. Þar fara ffam starfsskil héraðsnefhdar vegna síðasta
árs, svo og reikningsskil héraðssjóðs. Héraðsfundur samræmir og markar sameiginlegt
kirkjustarf í prófastsdæminu og ráðstafar héraðssjóði fyrir næsta ár.
Héraðsfundur samræmir og markar sameiginlegt kirkjustarf í prófastsdæminu og
afgreiðir fjárhagsáætlun héraðssjóðs fyrir næsta ár.
2. gr. Á héraðsfundi mæta:
a) þjónandi prestar í prófastsdæminu
b) safiiaðarfulltrúar og formenn sóknamefnda eða varamenn þeirra
c) djáknar, starfandi í prófastsdæminu
d) kirkjuþingsmenn viðkomandi kjördæmis
e) fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu.
Vígslubiskupi umdæmisins skal boðið að sitja héraðsfund með málfrelsi og tillögurétt.
Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan
Þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og
tillögurétt.
Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt tveir fulltrúar frá hverri sókn, sbr. b-lið, starfandi
prestar og djáknar. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á héraðsfundi. Verði atkvæði jöfn
ræður atkvæði prófasts.
3. gr. Héraðsfund skal halda eigi síðar en 15. júní ár hvert. Héraðsnefnd ákveður
fúndarstað.
4. gr. Prófastur boðar héraðsfund skriflega með hálfs mánaðar fyrirvara og skal í
fundarboði greina frá dagskrá fundar. Fundarboð skal sent öllum sóknamefndum,
prestum og djáknum í prófastsdæminu, fulltrúum á Kirkjuþingi í kjördæminu og
fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefhu, sbr. starfsreglur um leikmannastefnu.
Fundurinn skal einnig auglýstur.
Rétt boðaður fúndur er lögmætur.
5. gr. Dagskrá héraðsfúndar:
1. Kosning fúndarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla héraðsnefiidar um starfsemi liðins árs þar sem m.a. skal getið um
framkvæmd ályktana og samþykkta síðasta héraðsfúndar
3. Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
4. Starfsáætlun héraðsnefndar þ.m.t styrkir og fjárhagsáætlun héraðssjóðs fyrir næsta
almanaksár til samþykktar
5. Starfsskýrslur sókna, nefnda, héraðsprests og annarra starfsmanna prófastsdæmisins
lagðar fram svo og ársreikningar sókna og kirkjugarða
65