Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 69
málþing, náms- og mótsferðir, fundi og einstök þróunarverkeíhi. Héraðsjóði er heimilt
að styrkja, kosta eða veita sameiginlega þjónustu fyrir sóknir sem eru í formlegu
samstarfi innan prófastsdæmisins.
11. gr. Héraðssjóður greiðir að jafnaði ekki laun utan nefndarlaun og laun sérstakra
starfsmanna prófastsdæmisins, sbr. 3. tl. 8. gr. Héraðssjóður styrkir að jafhaði ekki
hefðbundið safiiaðarstarf einstakra sókna, sbr. starfsreglur um sóknamefhdir nr.
732/1998, nýbyggingar og viðhald bygginga. Héraðssjóður styrkir ekki það sem fellur
undir embættiskostnað presta og prófasta, sbr. starfsreglur um rekstrarkostnað
prestsembætta og prófastsdæma.
12. gr. Tekjur héraðssjóðs eru sértekjur og allt að 5% sóknargjalda prófastsdæmisins
samkvæmt ákvörðun héraðsfundar.
13. gr. Héraðsnefnd fer með stjóm héraðssjóðs. Prófastur er formaður sjóðsins,
gjaldkeri fer með umboð (prókúm) hans og ritari skráir fundargerð. Hún ákveður
úthlutanir úr sjóðnum og sér um reikningshald hans. Héraðsnefnd skal leggja fram
ársreikninga liðins almanaksárs og fjárhagsáætlun næsta almanaksárs til samþykktar á
héraðsfundi.
14. gr. Endurskoðun reikninga sjóðsins annast tveir endurskoðendur eða skoðunarmenn
kjömir af héraðsfundi til tveggja ára í senn.
15. gr. Starfsreglur þessar, sem settar em skv. heimild í 32., 55. og 57. gr. laga um
stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 2007.
Jafhframt falla brott starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 733/1998 frá
sama tíma.
Ákvæði til bráðabirgða
Kjósa skal til héraðsnefiidar til tveggja ára, sbr. 7. gr., á héraðsfundum 2007.
Heimilt er að kjósa annan fulltrúann til eins árs þegar kosið er í fyrsta sinn eftir þessum
reglum þannig að leikmaður verði eftirleiðis kosinn annað hvort ár og prestur hitt.
67