Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 75
hefur ekki verið höfðað fyrir árslok 2010, fer um úrlausn þess samkvæmt almennum
reglum.
9. gr.
Þjóðkirkjunni er kunnugt um að í einhveijum tilvikum kann að skorta
eignarheimildir fyrir eignunum.
Lög um breytingar á lögum nr. 137/1993, um prestssetur, ásamt samkomulagi
þessu skulu teljast fullnægjandi eignarheimild til að unnt verði að skrá prestssetrin og fá
þeim þinglýst sem eign Þjóðkirkjunnar. Rísi vafi hjá þinglýsingarstjóra um skráningu í
eigna- og veðmálabækur, skal dóms- og kirkjumálaráðuneytið útbúa sérstaka
yfirlýsingu er skapi eignarheimild Þjóðkirkjunnar að tilteknu prestssetri.
10. gr.
Samkomulag þetta er gert með fyrirvara um samþykki Kirkjuþings svo og um
samþykki Alþingis á frumvarpi til laga um breytingar á lögum um prestssetur nr.
137/1993.
II. Kafli
Hér að neðan eru tilgreindar þær eignir, prestssetursjarðir eða prestsbústaðir sem
afhentar verða Þjóðkirkjunni til yfirráða ffá 1. janúar 2007.
Skýringar Skráð eign
Múlaprófastsdæmi
Skeggjastaðir Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Hof Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Valþjófsstaður Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Eiðar 1) íbúðarhús verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Seyðisljörður, Öldugata 2 íbúðarhús verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Desjamýri 2) Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Austfj arð arprófastsdæmi
Neskaupsstaður, Blómsturvellir 35 Ibúðarhús verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Eskifjörður, Hátún 13 3) íbúðarhús verði eign Þjóðkirkjunnar Rikissjóður
Kolfreyjustaður Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
Heydalir Jörðin verði eign Þjóðkirkjunnar Ríkissjóður
73