Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 83
13. mál Starfsreglur um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og umsýslu
prestsbústaða og prestssetursjarða
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Karl Sigurbjömsson
I. Kafli.
Skilgreiningar
1. gr. Prestssetursjarðir og prestsbústaðir em eign Þjóðkirkjunnar í umsjá
Kirkjumálasjóðs samkvæmt reglum þessum. í starfsreglum þessum merkir orðið
prestssetur lögboðinn aðsetursstað prests og er hluti af embætti hans.
Prestssetur em:
a. Prestssetursjörð: Tiltekin jörð (lögbýli) ásamt mannvirkjum, þar með talið íbúðarhús
sem samkvæmt starfsreglum er prestssetur.
b. Prestsbústaður: íbúðarhúsnæði án jarðnæðis í tilteknu sveitarfélagi eða á tiltekinni
jörð eða nafiigreindum stað þar sem boðið er í starfsreglum að prestssetur skuli vera.
IL Kafli.
Prestssetrasj óður
2. gr. Starfræktur skal prestssetrasjóður sem viðfangsefni hjá Kirkjumálasjóði. Stjóm
sjóðsins, sbr. 3. gr., fer með yfirstjóm prestssetra og hefur fyrirsvar þeirra vegna.
Prestssetrasjóður stendur straum af kostnaði við prestssetrin, sbr. 5. gr. starfsreglna
þessara.
3. gr. Kirkjuráð skipar þriggja manna stjóm svo og varamenn þeirra til fjögurra ára ffá
og með 1. júlí, árið eftir kjör til kirkjuráðs. Kirkjuráð velur einn aðalmann og einn
varamann án tilnefhingar. Kirkjuþing og stjóm Prestafélags íslands tilnefna hvort sinn
fulltrúa og varamann. Kirkjuráð skipar formann stjómar og varamann hans.
4. gr. Stjóm prestssetrasjóðs er heimilt að kaupa og selja prestssetur eða réttindi sem
tengjast þeim, enda hafi Kirkjuráð lagt það fyrir Kirkjuþing til samþykktar.
5. gr. Prestssetrasjóður kostar:
1. Nýbyggingar prestssetra.
2. Kaup prestssetra.
3. Viðhald prestssetra.
4. Eignakaup á prestssetursjörðum við ábúðarlok prests ef því er að skipta.
5. Lögboðnar vátryggingar prestssetra.
6. Fasteignagjöld prestssetra.
7. Annan rekstur prestssetranna sem greiðist ekki af presti.
8. Rekstur sjóðsins.
6. gr. Tekjur prestssetrasjóðs em sem hér segir:
1. Framlag úr kirkjumálasjóði.
2. Leigutekjur af prestssetrum.
3. Álag greitt af presti við úttekt samkvæmt lögbundinni úttekt við ábúðarlok hans ef
81