Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 88
14. mál Frumvarp til laga um breyting á lögum um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997
Flutt af dóms- og kirkjumálaráðherra
Frsm. Hjalti Zóphómasson
Lagt fyrir Kirkjuþing 2006 til umsagnar, sbr. 4. mgr. 23. gr. 1. nr. 78/1997.
(Lagt fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006-2007.)
1. gr.
37. gr. laganna orðist svo:
Biskup skipar í embætti sóknarpresta sem og í önnur prestsembætti, sbr. 35., 36., 44. og
45 gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 40 gr. laganna:
1. mgr. orðist svo:
Biskup íslands veitir þeim embætti sóknarprests sem hlotið hefur bindandi val en
ákveður að öðrum kosti veitingu. Sama gildir um veitingu embættis prests skv. 35. gr.
4. málsl. 2. mgr. orðist svo: Kjósi meirihluti kjörmanna að embættið verði auglýst skal
sú samþykkt send biskupi til ákvörðunar.
3. gr.
1. málsl. 41. mgr. laganna orðist svo:
Hafi enginn sótt um prestakall eða embætti er biskupi íslands heimilt að setja prest í
embættið í allt að eitt ár. Prestakallið eða embættið skal auglýst að nýju að
setningartímanum liðnum.
Lög þessi öðlast gildi 1. desember 2006.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
A undanfomum ámm hefur markvisst verið stefiit að því að auka sjálfstæði kirkjunnar.
I þessu skyni var veitingarvald embætta sérþjónusmpresta, héraðspresta, presta sem
ráðnir em til starfa erlendis og annarra prestsembætta en embætta sóknarpresta fært ffá
dóms- og kirkjumálaráðherra til biskups íslands með lögum um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Sama á einnig við um skipun í embætti
prófasts. Jók þetta áhrif biskups íslands um innri málefhi kirkjunnar.
Með starfsreglum um presta, nr. 735/1998, sem kirkjuþing samþykkti haustið 1998 á
gmndvelli laganna um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar vað
gmndvallarbreyting á reglum um val og veitingu prestsembætta. Valnefhdir velja nú
jafiit sóknarpresta sem aðra presta í sóknum, sbr. 35. gr. laganna. Vegna samræmis
86