Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 95
- Hjónafræðsla og hjónanámskeið eru til sérstakrar skoðunar hjá
ffæðslusviði Biskupsstofu
Við viljum efla vitund safnaða um hjálparstarf og kristniboð og ábyrgð þeirra á því
með því að:
o Leggja áherslu á að gefa af tíma sínum og fjármunum í þágu starfsins
- Samskot í messum er nýjung í nokkrum sóknum og vonandi
taka fleiri það upp.
- Sumar sóknir styðja HK og SÍK með beinum íjárffamlögum
- Einstaka sóknir hafa stofnað áhugahópa um kristniboð og
hjálparstarf.
- Samband íslenskra Kristniboðsfélaga, SIK, á samstarf við
presta og sóknir landsins. Árlegur Kristniboðsdagur
Þjóðkirkjunnar er sérstaklega helgaður málefhi kristniboðs. A
þeim degi fer ffam kynning og fjáröflun fyrir SIK.
- Gídeonfélagið eru frjáls samtök sem gefa Nýja testamentið og
dreifa því til grunnskólabama.
- Sjálfboðaliðar hafa staðið fyrir ijáröflun fýrir hjálparstarf og
kristniboð, oft er einnig lagt ffam vinnu í þágu
innanlandsaðstoðar á vegum HK.
o Sóknir taki að sér einstök verkefni hérlendis eða erlendis
- Aðeins er kunnugt um að einn söfnuður hafi tekið að sér
fósturbam.
o Sóknir sinni íjárhagsaðstoð við fátæka í samstarfi við aðra sem að því
koma
-Hjálparstarfið hefur mótað samstarf og vinnureglur við
úthlutanir úr sjóðum í vörslu safnaða og biskupsstofú. Markmið
þessa samstarfs er að á einum stað sé forvinna gerð vegna
úthlutana og til þess að jafnaðarreglu sé gætt.
-Dæmi um slíka sjóði em Líknar- og viðlagasjóður kirkjunnar og
líknar-/hjálparsjóðir á vegum sókna.
Hjálparstarf kirkjunnar, HK, er stærsti aðilinn á sviði hjálparstarfs á vegum
kirkjunnar og snertir starfsemi HK alla þætti sem hér hafa verið nefhdir að ofan
um hjálparstarf. HK hefur gefið út nýja stefhu Stefnumótun Hjálparstarfs
kirkjunnar 2006-2010 (sjá heimasíðu www. help.is). HK hefúr víðtækt samstarf
við hjálparsamtök erlendis um neyðaraðstoð og þróunarhjálp. Aðstoð við fátæka
innanlands er einnig unnin í nánu samstarfi við presta, sóknir og stofnanir.
Samband íslenskar kristniboðsfélaga, SÍK, sinnir bæði boðun og
kærleiksþjónustu erlendis. Unnið er að útgáfu stefnumótunar í boðun og
kristniboði frá Lútherska heimsambandinu „Boðun í breytilegu samhengi. Að
umbreyta, sætta og efla“.
93