Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 98
III. Markmið
Þjóðkirkjan vill:
a) Vera bandamaður ijölskyldunnar, ekki síst bama og þeirra sem minna mega sín.
b) Efla kærleika, réttlæti, tryggð, gagnkvæma virðingu og traust innan
ijölskyldunnar.
c) Styðj a trúarlíf innan fj ölskyldunnar.
d) Stuðla að því að sérhver einstaklingur og fjölskylda finni til ábyrgðar á lífi
annarra og samfélaginu öllu.
IV. Leiðir
Megináhersla verður lögð á eftirtalin verkefhi:
a) Samtöl við brúðhjón og pör um hjónaband, staðfesta samvist og fjölskyldulíf.
b) Námskeið fyrir fólk í hjónabandi, staðfestri samvist eða sambúð.
c) Skímarviðtöl hjá presti.
d) Foreldramorgnar.
e) Bamastarf, sunnudagaskólastarf, með áherslu á uppeldi og fjölskylduhefðir.
f) Ataksverkefnið “Vemdum bemskuna”.
g) Ávallt sé minnt á mikilvægi hvíldardagsins fyrir fjölskyldulíf.
h) Fermingarfræðslu og samstarf við foreldra.
i) Fullorðinsfræðslu eins og námskeið Leikmannaskólans.
j) Sálgæslu hjá prestum og djáknum almennt í safhaðarstarfi og í sorg og áfollum.
k) Viðtöl og ráðgjöf hj á Fj ölskylduþjónustu kirkjunnar.
l) Hjálparstarf kirkjunnar - stuðningi við ijölskyldur í neyð.
m) Útgáfu bóka og annars fræðsluefrús á vegum Skálholtsútgáfrmnar.
n) Útgáfu kynningarbæklings um þjónustu kirkjunnar við fjölskyldur.
o) Starfsmannastefha og starfsmannahald kirkjunnar verði til skoðunar í ljósi
þessarar stefiiu.
Nefndarálit
Allsheijamefrid hefur fjallað um málið og tekið til skoðunar athugasemdir sem borist
hafa frá Áhugahópi samkynhneigðra um trúarlíf og Félagi aðstandenda
samkynhneigðra. Nefndin hefur tekið til greina hluta af þessum athugasemdum enda
era þær í fullu samræmi við fjölskyldustefnu Þjóðkirkjunnar.
96