Gerðir kirkjuþings - 2006, Síða 108
íslenskan þjóðkirkjan rúmar ólíkar skoðanir á siðferðilegum álitamálum. Engin
ein stofhun eða embætti kirkjunnar getur talist ótvíræð rödd hennar eða gefí úrskurði er
bindi samvisku manna. Kirkjan vill stuðla að opnu samtali sem víðast á vettvangi kirkju
og samfélags til að ná víðtækri sátt um grundvallaratriði. Það á eins við um siðferðileg
álitamál, túlkun ritninganna, helgisiði kirkjunnar og starfshætti hennar.
íslenska þjóðkirkjan er í samfélagi við aðrar lútherskar kirkjur og er aðili að
Porvoo-samkomulaginu. Það hefúr áhrif á það hvemig íslenska kirkjan mótar sína siði,
fylgist með umræðu systurkirknanna og gerir þeim grein fyrir því hvemig málin þróast
hér.
n. Ályktun og verkferli
a) Ályktun
1. Þjóðkirkjan kallar fólk til fylgdar við Krist og áréttar í boðun sinni og breytni
boðskap hans um kærleika, manngildi og samábyrgð. Þjóðkirkjan metur alla
jafnt án tillits til fjölskyldustöðu, í samræmi við kærleiksboðskap Krists.
2. Þjóðkirkjan heldur á lofti biblíulegum og kristilegum gildum sem styðja gott líf,
stuðla að réttlæti og standa vörð um velferð allra, sérstaklega þeirra sem af
einhveijum ástæðum em misrétti beittir.
3. Þjóðkirkjan viðurkennir að kynhneigð fólks sé mismunandi og ítrekar að
samkynhneigðir em hluti af kirkju Krists og lifa undir fagnaðarerindi hans.
4. Þjóðkirkjan vill styðja allt kristið fólk í viðleitni þess til að temja sér ábyrgan
lífstíl og hvetur alla, jafnt samkynhneigða sem gagnkynhneigða, til að hlýða
köllun Krists til náungakærleika og ábyrgðar í kynlífi, sambúð og fjölskyldulífi.
5. Þjóðkirkjan styður hjónabandið sem sáttmála karls og konu á forsendum hins
kristna kærleika. Þjóðkirkjan styður ennfremur önnur sambúðarform á sömu
forsendum.
6. Þjóðkirkjan styður þá einstaklinga af sama kyni sem vilja búa saman í ást og
trúmennsku og staðfesta samvist sína og skuldbindingar. Þjóðkirkjan heimilar
prestum sínum að blessa sambúð þeirra samkvæmt þar til ætluðu formi.
b) Verkferli
Kenningamefnd samþykkti verkferli til að nálgast niðurstöðu á vettvangi
kirkjunnar um það mál sem beint var til nefndarinnar af prestastefnu 2005 “að bregðast
við óskinni um að þjóðkirkjan komi að hjúskaparstofnun samkynhneigðra para með
hliðstæðum hætti og þegar um karl og konu er að ræða”.
Þetta verkferli var kynnt á Kirkjuþingi 2005. Ályktun kenningamefndar og
spumingar sem þar vom settar fram til að auðvelda umræðuna vom til umfjöllunar á
Prestastefnu 2006. í þessum endurskoðuðum drögum hefur Kenningamefnd tekið tillit
til ábendinga sem komu fram á Prestastefnunni, auk smávægilegra annarra breytinga er
einkum snúa að orðalagi er kenningamefnd ræddi á fundi sínum 12. júní. sl.
Málið verður áfram til umræðu og kynningar, á Kirkjuþingi 2006, rætt á
héraðsfundum og leikmannastefnu og kemur til afgreiðslu á Prestastefnu og Kirkjuþingi
2007.
106