Gerðir kirkjuþings - 2006, Blaðsíða 109
Til að stuðla að samtali um samkynhneigð og kirkju innan safnaða og annars
staðar á vettvangi kirkjunnar mun fræðslusvið Biskupsstofu kynna þessa ályktun og það
ítarefni sem er nú þegar að finna á vefsíðu kirkjunnar, kirkjan.is/samkynhneigdogkirkja.
Helgisiðanefnd kynnti á Prestastefnu 2006 þrjár tillögur að formi fyrir blessun á
staðfestri samvist og verða þær tillögur til reynslu innan kirkjunnar í eitt ár.
Kenningamefnd leggur áherslu á að þær tillögur sem helgisiðanefnd leggur fram verði
eingöngu notaðar. Jafnframt hvetur kenningamefnd til umræðu um þær tillögur.
Kenningamefnd telur brýnt að málinu sé fylgt eftir innan stofnana
þjóðkirkjunnar og kirkjunni gefist tóm til að fjalla um það. Biskupsstofa og Kirkjuráð
sjái til þess að málinu sé fylgt eftir og tryggður fjárhagslegur gmndvöllur.
Kenningamefhd, ráðgjafamefnd um kenningarleg málefni, er skipuð af biskupi íslands samkvæmt 14. gr.
Þjóðkirkjulaganna og starfsreglum nr. 821/2000. í kenningamefhd sitja biskup íslands sr. Karl Sigurbjömsson, og
vígslubiskupamir sr. Jón A. Baldvinsson og sr. Sigurður Sigurðarson. Aðrir í nefndinni em, Amfnður Einarsdóttir,
dómari, tilnefnd af Kirkjuþingi, dr. Einar Sigurbjömsson, prófessor í trúffæði, dr. Sigupón Ami Eyjólfsson,
héraðsprestur, tilnefhdur af prestastefnu.
Varamenn hafa einnig tekið þátt í nefhdarstörfum, sr. Kristín Þómnn Tómasdóttir, héraðsprestur, dr. Amfriður
Guðmundsdóttir, dósent og Halla Bachmann Ólafsdóttir, lögfræðingur. Ritari nefhdarinnar er biskupsritari, sr.
Þorvaldur Karl Helgason.
107