Gerðir kirkjuþings - 2006, Side 111
24. mál Þingsályktun um frumvarp til Iaga um breyting á lögum um
stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997
Flutt af Kirkjuráði
Frsm. Karl Sigurbjömsson
Kirkjuþing 2006 beinir þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að hann flytji
eftirfarandi frumvarp til laga um breyting á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti
Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, sbr. 2. mgr. 23. gr. laganna.
Frumvarp
til laga um breyting á lögum um stöðu, stjóm og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997
1. gr.
3. gr. laganna orðist svo:
íslenska ríkið greiðir þjóðkirkjunni árlegt framlag á grundvelli samninga um
kirkjueignir og prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar til viðbótar öðmm
tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum.
Launagreiðslum til starfandi presta þjóðkirkjunnar og annarra starfsmanna hennar skal
hagað samkvæmt því sem greinir í 60. gr.
4. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.
2. gr.
3. gr.
62. gr. laganna orðist svo:
Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því
sem þeim fylgir, em eign íslenska ríkisins, samkvæmt samningum um kirkjueignir milli
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Andvirði seldra jarða rennur í ríkissjóð.
Prestssetur, þ.e. prestssetursjarðir og prestsbústaðir, sem prestssetrasjóður tók við
yfirstjóm á frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hinn 1. janúar 1994 með síðari
skjalfestum afhendingum frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu svo og prestsbústaðir,
hús og aðrar eignir sem prestssetrasjóður hefur keypt er eign þjóðkirkjunnar með öllum
réttindum, skyldum og kvöðum samkvæmt samningi um prestssetur milli íslenska
ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing setur nánari ákvæði um prestssetur í starfsreglur, sbr. 59. gr.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007. Lög um prestssetur, nr. 137/1993, falla brott frá
sama tírna.
109