Gerðir kirkjuþings - 2006, Page 114
fjármál og reikningshald, Magnhildi Sigurbjömsdóttur, viðskiptafræðing. Þau eru bæði
starfsfólk á Biskupsstofu.
Kirkjuráð hefur þannig kappkostað að styrkja samstarf við sóknir um þessa hluti til að
koma í veg fyrir að þær lendi í fjárhagserfíðleikum.
5. Fyrirspurn frá Jóni Helga Þórarinssyni
Rætt hefur verið um mikilvægi þess að þjóðkirkjan haldi sjálf utan um félagatal og
skráningu í þjóðkirkjuna, m.a. um skírða og fermda. Hvemig standa þessi mál?
Svar biskups
Kirkjuráð hefur keypt aðgang að Þjóðskrá með þeim möguleikum og takmörkunum
sem því fylgir og mun sá aðgangur verða tiltækur fyrir alla presta. Samhliða þessum
aðgangi að Þjóðskrá, sem m.a. geymir skráningu í trúfélög, er unnið að uppsetningu á
innri vef fyrir Þjóðkirkjuna en þar mun Þjóðskráin vera vistuð.
Annar hluti af innri vefhum em starfsskýrslur presta, en ráðgert er að þeim verði skilað
rafrænt frá og með næstu áramótum. Við þetta verður bætt skráningu á skímum,
fermingum, hjónavígslum og útfomm. Það er von okkar að þetta kerfi megi nota til að
létta prestum vinnuna með því að þeir geti skilað frá sér skýrslum til Þjóðskrár í
gegnum innri vefinn.
frinri vefúrinn verður þar með grunnkerfi fýrir félagaskrá Þjóðkirkjunnar, sálnaregistur,
en í dag er félagaskráin í raun aðeins tiltæk hjá Þjóðskrá.
112