Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 12

Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 12
Gerðir Kirkjuþings 2007 hlutverki sínu sem Þjóðkirkja á íslandi. Það gerir ríkisvaldið best með rammalöggjöf um Þjóðkirkjuna, sem hún svo vinnur úr. Fram að gildistöku þjóðkirkjulaga fyrir tíu árum hafði Kirkjuþing, sem komið hefur saman hér á landi í hartnær hálfa öld, einungis ráðgjafaratkvœði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju, klerkastétt og söfnuði landsins varða og heyrðu undir verksvið löggjafarvaldsins. Þingið hafði einnig rétt til að gera samþykktir um innri málefni kirkjunnar en þær urðu þó ekki bindandi fyrr en þær hefðu hlotið samþykki prestastefnu og biskups og allt fram til ársins 1982 einnig Kirkjuráðs. Biskup íslands var forseti Kirkjuþings allt til ársins 1998 jafnframt því að vera forseti Kirkjuráðs. Með þjóðkirkjulögunum, sem tóku gildi 1. janúar á því ári, varð sú grundvallarbreyting, að Kirkjuþingið varð sjálfstætt og mikils ráðandi stjómtæki innan kirkjunnar, óháð prestastefnu um annað en kenningarleg málefni. Þá var einnig ákveðið, að þingforseti skyldi koma úr röðum leikmanna, sem jafnframt fengu meirihluta á þinginu. Það má því segja, að á þessum tímamómm hafi Þjóðkirkjan íslenska hætt að vera prestakirkja í eiginlegum skilningi og leitt til öndvegis áhrif leikmanna að lúterskum hætti. Vitaskuld er biskup íslands hirðir Þjóðkirkjunnar, primus inter pares, fremstur meðal jafningja, en kirkjan treystir leikmönnum fyrir úrslitaorði á Kirkjuþingi - og það er ef til vill einn mesti styrkur hennar í dag. Endurskoðun löggjafar um Þjóðkirkjuna Eitt þeirra mála, sem liggja fyrir þessu Kirkjuþingi, er þingsályktunai'tillaga um skipun nefndar til að endurskoða löggjöf um Þjóðkirkjuna. Þessi tillaga, sem Kirkjuráð flytur að höfðu samráði við mig sem forseta Kirkjuþings, er sett fram í því skyni að meta að nýju stöðu ýmissa mála í ljósi tíu ára reynslu af þjóðkirkjulögunum og að mörgu leyti breyttra aðstæðna. Við þeim verður að bregðast til að styrkja enn frekar innviði kirkjunnar en auknu valdi og sjálfstæði fylgir að sjálfsögðu ííkari ábyrgð. Ef Kirkjuþing fellst á tillöguna hlýtur þessi endurskoðun meðal annars að lúta að því, að Kirkjuþingi verði ætlað í enn ríkara mæli en nú að setja kirkjunni leikreglur og marka framtíðarstefnu. Þeir sem njóta þess trúnaðar að hljóta kjör til setu á Kirkjuþingi verða ævinlega að láta sér umhugað um stöðu þingsins, sem er ætlað það hlutverk í núgildandi lögum að fara með æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Okkur ber því jafnan að leita leiða til að gera Kirkjuþingi enn betur kleift en áður að rækja það mikilsverða hlutverk sitt að vera lifandi og leiðandi forystuafl í kirkjustjóminni. Þjóðkirkjan og samvist samkynhneigðra Mörg fleiri brýn mál bíða Kirkjuþings að þessu sinni, sem fjalla verður um af ábyrgð og framsýni. Ekki verður hjá því komist að nefna sérstaklega þá úrlausn, sem þingið verður að veita í viðkvæmu deilumáli, er varðar samvist einstaklinga af sama kyni og aðkomu Þjóðkirkjunnar að henni. Fyrir síðasta Kirkjuþingi lágu endurskoðuð drög að ályktun kenningamefndar frá því í júní 2006, „Þjóðkirkjan og staðfest samvist.“ Kirkjuþingið samþykkti, að henni yrði fylgt eftir og hún send til safnaða og stofnana kirkjunnar til umræðu og viðbragða og kæmi til lokaafgreiðslu á Kirkjuþingi 2007. Þessi ályktun hefur víða verið til umræðu á árinu, meðal annars á héraðsfundum víðs vegar um landið, prestastefnu á Húsavík í lok apríl og leikmannastefnu í Stykkishólmi í byrjun maí. Þá hefur það gerst, að í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er því lýst yfir fullum fetum, að „trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra.“ Það er engin ástæða til annars en að ætla, að hugui' fylgi máli og þetta muni ná fram að ganga fyrr en síðar. Við því verður Þjóðkirkjan að bregðast og 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.