Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 14

Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 14
Gerðir Kirkjuþings 2007 Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra Björns Bjarnasonar Fullnaðarvald þjóðkirkju Ég vil þakka gott og ánægjulegt samstarf við biskup íslands og vígslubiskupa og aðra þjóna kirkjunnar á liðnu ári. Þegar við komum hér saman á síðasta ári, kynnti ég niðurstöðu samningaviðræðna ríkis og kirkju um prestssetur og boðaði, að ég myndi flytja frumvarp til laga um staðfestingu á því, enda veitti kirkjuþing málinu brautargengi. Allt gekk þetta eftir og alþingi samþykkti frumvarpið 17. mars 2007. Ég ætla ekki að árétta mikilvægi þessarar niðurstöðu hér. Hún hefur enn orðið til þess að auka sjálfstæði kirkjunnar og ræður hún nú öllum innri málum sínum, eins og að hefur verið stefnt allt frá því ísland fékk heimastjórn og fyrstu lögin um samskipti ríkis og kirkju voru sett fyrir réttum 100 árum, það er árið 1907. í aðdraganda þeirrar lagasetningar var samið frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir hina íslensku þjóðkirkju og varð það til innan nefndar, sem skipuð var í mars 1904 til að koma fram með tillögur um „hagkvæma skipun kirkjumálanna, er veiti þjóðkirkjunni slíkt sjálfstæði og sjálfstjóm í sínum eigin málum, sem hún eftir eðli sínu og 45. gr. stjórnarskrárinnar [nú 62. gr.] á heimtingu á og þarfnast til þess að geta fullnægt ákvörðun sinni,“ eins og það er orðað í erindisbréfi nefndaiinnai'. í áliti meirihluta þessarar nefndar segir meðal annars: „Vér verðum að líta svo á, að það hafi aldrei verið tilætlun löggjafans, að kirkjan skyldi vera studd og vernduð af ríkinu svo sem dauð stofnun og ómyndug, er ekki hefði neinar óskir fram að bera og ekkert skyn bæri á eigin þarfir sínar, heldur hafi það verið tilætlunin, að hið opinbera styddi og verndaði þjóðkirkjuna sem lifandi stofnun, með því að láta hana sjálfa ráða sem mestu um eigin mál.“ Nefndarmenn veltu fyrir sér stöðu kirkjunnar gagnvait konungi og sem þjóðkirkja yrði hún að sjálfsögðu að vera háð „æðsta höfðingja ríkisins“, svo að hann hefði í höndum fullnaðarvald í stjórn kirkjumálanna ekki aðeins hinna ytri og sameiginlegu mála, heldur einnig hinna innri eða kirkjulegu sérmála. Með því að svipta konunginn þessu valdi, riði hin lúterska kirkja í bága við sína sögulegu hefð. Kirkjan sem þjóðkirkja gæti á hinn bóginn ekki unað því, að innri málum hennar, sérmálum, sem snertu guðsdýrkun einstaklinga í safnaðarfélaginu og hið andlega líf yfirleitt, væri ráðið til lykta að henni fornspurðri ef til vill af manni, sem engin trygging væri fyrir, að bæri nægilegt skyn á þarfir hennar eða væri það nokkurt áhugamál, að hagur kirkjunnar stæði með blóma. Hún gæti ekki unað því fyrirkomulagi, að hægt væri að neyða upp á hana ráðstöfunum snertandi innri mál hennar, sem gætu orðið henni til tjóns og til hnekkis hinu andlega lífi hennar. Þess vegna væri það ósk kirkjunnar, að hin kirkjulegu sérmál yrðu lögð undir atkvæði kirkjuþings - að kirkjunni yrði veitt samþykktai'vald í sínum inmi málum og þeim hvorki ráðið til lykta að kirkjunni fornspurðri, né beint á móti vilja og óskum kirkjunnar. Nefndarmenn sögðust ekki vilja draga nein völd úr hendi alþingis, það yrði að hafa öll ytri mál þjóðkirkjunnar til meðferðar meðan hún sem þjóðkirkja stæði í sambandi við ríkið og nyti vemdar og stuðnings hins opinbera. Og hvað snerti það fé, sem alþingi kynni að leggja til þjóðkirkjunnar, yrði það að álítast harðla eðlileg og réttmæt krafa, að kirkjunni sjálfri, sem þekkti best alla sína hagi, yrði þar veitt ráðstöfunarvald í líkingu við það, sem ýmsum öðrum og minni félögum væri veitt, án þess að nokkur liti svo á, sem það bryti í minnsta máta í bága við rétt fj árveitingavaldsins. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.