Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 25
Gerðir Kirkjuþings 2007
Fjársýsla ríkisins annast útreikning launa og greiðslur til presta og starfsmanna
Biskupsstofu. Biskupsstofa hefur umsjón með og ber ábyrgð á launaumsýslunni sem
er unnin í mannauðskerfi ríkisins. Ef launagreiðslur flytjast til Kirkjumálasjóðs er
líklegt að áunninn réttindi eins og lífeyrisréttindi starfsmanna skerðist og þá þyrfti að
færa lífeyrissjóðsskuldbindingar til bókar hjá Kirkjumálasjóði. Að mati Kirkjuráðs er
því ekki ráðlegt að breyta nokkru þar um sinn.
Á Biskupsstofu eru greidd laun til starfsmanna Kirkjumálasjóðs,
Kirkjugarðasjóðs, nefndarlaun o.fl. auk þess sem Biskupsstofa sér um að greiða laun
starfsmanna Skálholts. Sú umsýsla fer fram í launakerfi Biskupsstofu, en færslur eru
fluttar rafrænt inn í fjárhagskerfi. Nokkuð hefur verið í umræðunni hvort heppilegt sé
að færa umsýslu með rekstrarkostnaði prestsembætta og vegna prófastsdæma frá
Biskupsstofu til Kirkjumálasjóðs. Kosturinn við þá tilhögun er að rekstrarkostnaður
prestsembætta verður þá ekki greiddur með launum og eðlilegur aðskilnaður skapast
milli launa og reksturs embættanna. Kirkjuráð telur að kanna þurfi hvort breytingar
sem þessar hafa í för með sér aðra skattameðferð ef greiðsla fer fram án þess að
reikningur sé sendur inn á móti. Það kann einnig að vera tvíverknaður ef gefa þarf út
mánaðarlegan launaseðil hjá Kirkjumálasjóði. Kirkjuráð hefur samþykkt að láta kanna
- í samráði við Prestafélag íslands, Ríkisendurskoðun, Ríkisskattstjóra og Fjársýslu
ríkisins - með hvaða hætti er hægt að greiða rekstrarkostnað prestsembætta úr
Kirkj umálasj óði.
- Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að við aukið svigrúm Kirkjumálasjóðs á
næstu árum verði rýmri jjárráð nýtt m.a. til þess að jjölga prestsembættum þar sem
þeirra helst er þörfog efla kynningarstarfá vegum Þjóðkirkjunnar.
í fyrri umræðu um fjármál Þjóðkirkjunnar vegna ársins 2008 er gert ráð fyrir í
fjárhagsáætlun Kirkjumálasjóðs að ráðinn verði fjölmiðlafulltrúi sem annist
kynningarmál Þjóðkirkjunnar. Móta þarf stefnu um fjölgun prestsembætta, sem
Kirkjuþing þarf að fjalla um.
3. mál Kirkjuþings 2006. Breytingar á skipan prestakalla.
Á Kirkjuþingi var samþykkt að leggja niður Ljósavatnsprestakall,
Þingeyjarprófastsdæmi. Þá var enn fremur samþykkt að Skeggjastaðaprestakall,
Þingeyjarprófastsdæmi og Þórshafnarprestakall, Múlaprófastsdæmi, skyldu sameinuð
undir nafninu Langanessprestakall. Tóku þessar breytingar gildi 1. desember 2006.
Kirkjuráð samþykkti að óska eftir því við Prestssetrasjóð að neðri hæð
prestsbústaðarins að Skeggjastöðum, Múlaprófastdæmi, yrði áfram lögð til
safnaðarstarfs Skeggjastaðasóknar, sókninni að kostnaðarlausu. Þann 1. júní s.l.
færðist jörðin undir Kirkjuráð.
4. mál Kirkjuþings 2006. Skýrsla Prestssetrasjóðs
Ályktun Kirkjuþings hljóðaði svo:
Kirkjuþing 2006 felur stjóm Prestssetrasjóðs að gera áætlun um stærri
viðhaldsverkefni á prestssetrum tilfimm ára.
Kirkjuþing 2006 beinir því til stjómar Prestssetrasjóðs að veita prestum heimild til að
láta vinna smærri viðhaldsverkefni að eigin frumkvæði, enda sé það gert í samráði við
sjóðinn.
Ályktun þessi þótti ekki kalla á sérstakar aðgerðir af hálfu Kirkjuráðs.
7. mál Kirkjuþings 2006. Starfsreglur um prófasta
8. mál Kirkjuþings 2006. Starfsreglur um vígslubiskupa
9. mál Kirkjuþings 2006. Starfsreglur um biskupafund
23