Gerðir kirkjuþings - 2007, Síða 28
Gerðir Kirkjuþings 2007
sem liggja fyrir Kirkjuþingi 2007 um breytta skipan valnefnda þótti rétt að bíða með
útgáfu á pappír uns úrlausn þingsins liggur fyrir.
21. mál Kirkjuþings 2006. Ályktun um skipun nefndar til að gera tillögur um mat á
árangri kirkjustarfs. Ályktun Kirkjuþings var svohljóðandi:
Kirkjuþing 2006 samþykkir að beina því til Kirkjuráðs að skipa þriggja manna nefnd
til að vinna tillögur um mat á árangri kirkjustaifs. Nefndin athugi sérstaklega hvaða
mælikvarða lieppilegast sé að nota við mat á kirkjustaifi. Nefiidin skili tillögum ásamt
gremargerð til Kirkjuráðs, sem leggi þœrfyiir Kirkjuþing 2007.
Kirkjuráð samþykkti að skipa starfshóp til vinna að mati á kirkjustarfi og
skyldi hópurinn skila tillögum ásamt greinargerð til Kirkjuráðs. Starfshópurinn var
skipaður kirkjuþingsmanninum sr. Þorgrími Daníelssyni, sóknarpresti á
Grenjaðarstað, Sigríði M. Jóhannsdóttur Akureyri, sem situr á Kirkjuþingi og í
Kirkjuráði og Pétri Björgvin Þorsteinssyni, djákna á Akureyri. Þar sem um
umfangsmikið verkefni er að ræða sem þarf miklu meiri umfjöllun hjá ýmsum
kirkjulegum aðilum telur Kirkjuráð ótímabært að leggja fram tillögur ásamt
greinargerð fyrir Kirkjuþing 2007 og óskar eftir að vinna að málinu haldi áfram
þannig að það geti fengið meiri undirbúning. Tillögur verði þannig í fyrsta lagi lagðar
fyrir Kirkjuþing 2008. Starfshópurinn lagði fram fyrstu tillögur fyrir kirkjuráðsfund í
ágúst. Kirkjuráð leggur þá skýrslu starfshópsins fram sem fýlgiskjal með þessu máli
þannig að kostur gefist á umræðum um skýrsluna á Kirkjuþingi.
22. mál Kirkjuþings 2006. Þingsályktun um ályktun kenningarnefndar
“Þjóðkirkjan og staðfest samvist”. Ályktun Kirkjuþings var svohljóðandi:
Kirkjuþing 2006 samþykkir að drögum kenningamefndar “Þjóðkirkjan og staðfest
samvist” semfylgja með þessari ályktun, verði fylgt eftir og þau send til safnaða og
stofnana kirkjunnar til umrœðu og viðbragða og komi til afgreiðslu á Kirkjuþingi
2007.
Kirkjuráð ákvað að fela próföstum og héraðsnefndum að fýlgja málinu eftir
samkvæmt samþykkt Kirkjuþings og voru haldnir kynningarfundir á vegum nokkurra
prófastsdæma, auk þess sem fjallað var um málið á nokkrum héraðsfundum. Þá var
fjallað um málið á Leikmannastefnu 2007 og samþykkti Leikmannastefna ályktun um
Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist: sbr. fylgiskjal með skýrslu þessari.
Enn fremur fjallaði Prestastefna 2007 um málið og samþykkti álit kenningamefndar í
meginatriðum. Sjá nánar umfjöllun um 8. mál Kirkjuþings 2007, síðar í skýrslu
þessari.
23. mál Kirkjuþings 2006. Sala prestsbústaðar á Raufarhöfn var samþykkt af hálfu
Kirkjuþings.
Málið útheimti ekki sérstakar aðgerðir af hálfu Kirkjuráðs en þar sem fasteignin er
ekki lengur prestssetur skv. starfsreglum Kirkjuþings heyrir hún frá 1. júní 2007 undir
Kirkjuráð og stjóm prestssetra. Tilboð barst í eignina í septembermánuði sl. og ákvað
Kirkjuráð að ganga að því og er eignin þar með ekki lengur í eigu Þjóðkirkjunnai'.
24. mál Kirkjuþings 2006. Frumvarp til laga um breyting á þjóðkirkjulögum (vegna
afhendingar prestssetra til Þjóðkirkjunnar).
Málið var sent dóms- og kirkjumálaráðherra og er nánari grein gerð fyrir úrlausn
samþykktar þessarar í kafla um lög og reglur.
26