Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 33
Gerðir Kirkjuþings 2007
Lögð hefur verið mikil vinna í að fara yfir fyrirkomulag á greiðslum
aukaverka presta einkum vegna skírnar og fermingar með undirbúningi. Álitið er að
greiðslur þessar geti numið um 30 - 40 millj. kr. á ári í dag. Eitthvað mun vera um að
þær innheimtist ekki að fullu. Lagahóp Kirkjuráðs var falið að fara yfir málið og gera
tillögur um breytt fyrirkomulag sem miðaði að því að fella greiðslur sóknarbama til
presta að mestu leyti niður. Telja má eðlilegt að sóknir beri þennan kostnað alveg eins
og af öðru fræðslustarfi. Unnar vom tillögur sem miðuðust við að kirkjan tæki á sig
kostnaðinn og að honum yrði skipt á nokkra aðila.
Gert var ráð fyrir að gjald vegna fermingarfræðslu yrði lækkað úr 9.600 kr. í
8.000 þar sem prestar myndu fá greiðslur fyrirhafnarlaust í nýju kerfi, en nokkur vinna
getur fylgt innheimtu þessari. Prestar tækju á sig þessa lækkun í staðinn vegna þessa
hagræðis. Þá var gert ráð fyrir að Kirkjumálasjóður greiddi helming gjaldsins til presta
og héraðssjóðir hinn helminginn. Þessar hugmyndir vom kynntar stjórn Prestafélags
íslands og á fyrrgreindum fundi Kirkjuráðs með próföstum í mars. Skiptar skoðanir
vom um málið. Einnig var rædd sú útfærsla að sóknarböm greiddu skráningargjald
vegna fermingarfræðslu e.t.v. um tvö þús. kr.
Þar sem þessar hugmyndir gætu reynst nokkuð flóknar í framkvæmd var
ákveðið að fresta málinu. Kirkjuráð telur æskilegt að fá umræðu um málið á
Kirkjuþingi.
VI. Fasteignir
Nýtt fasteignasvið
Eftir að lög um breyting á þjóðkirkjulögunum nr. 78/1997 vom samþykkt á Alþingi
17. mars sl. og sem tóku gildi 1. júní sl. hefur verið unnið að tillögum um
stjómskipulag fasteignamála. Kirkjuráð tók ákvörðun um fyrirkomulag þeirra á fundi
sínum 13. september sl. Var þá eftirfarandi bókað:
I. Stofnun fasteignasviðs.
Kirkjuráð stofnsetur fasteignasvið sem lýtur stjórn ráðsins, er rekið af
Kirkjumálasjóði og hefur aðsetur á Biskupsstofu. Viðfangsefni sviðsins eru:
1. Fasteignir Kirkjumálasjóðs
- Laugavegur 31, Bergstaðastræti 75, Hjarðarhagi 30 (íbúð á 1. hæð), Háaleitisbraut
66 (Grensáskirkja) neðri hæð, allt í Reykjavík, Skálholt, vígslubiskupssetur á Hólum
og Langamýri í Skagafírði.
2. Aflögð prestssetur
- prestssetursjarðir. Desjarmýri, Skeggjastaðir, Ásar, Bergþórshvoll, Hvoll í Saurbæ,
Vatnsfjörður, Ámes I, Prestsbakki, Háls
- prestsbústaðir. Tálknafjörður, Raufarhöfn
3. Núverandi prestssetur skv. starfsreglum Kirkjuþings um prestakallaskipan
- Kaup og sala - nýbyggingar - meiri háttar viðhald
4. Leiga og útleiga húsnœðis
5. Ráðgjöf til sóknamefnda og við úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna varðandi kirkjur
og safnaðarheimili
6. Önnur mál skv. ákvörðun Kirkjuráðs
II. Stjómkerfi
Kirkjuráð fer með yfirumsjón og fyrirsvar þessara viðfangsefna, samþykkir árlegar
verk- og fjárhagsáætlanir fyrir fasteignaumsýsluna og tekur ákvarðanir um einstök
mál eftir því sem þurfa þykir. Kirkjuráð undirbýr, með tilstyrk ráðgjafarhóps um
fasteignir, tillögur fyrir Kirkjuþing um stefnumótun og mikla hagsmuni og gerir
þinginu jafnframt árlega grein fyrir starfsemi og ákvörðunum sínum á þessu sviði.
Kirkjuráð vinnur samkvæmt lögum, starfsreglum og stefnu Kirkjuþings um
fasteignamál.
31