Gerðir kirkjuþings - 2007, Side 34
Gerðir Kirkjuþings 2007
Varðandi fasteignir hefur Kirkjuráð ávallt í huga
o að fasteignir eru fyrst og fremst starfstæki kirkjunnar og þjónustu hennar
o menningar- sögu- og fagurfræðilega þætti við umsýslu þeirra
o hagkvæmni í rekstri þeirra
o að gæta eignanna í hvívetna og allra hagsmuna og réttinda sem þeim tengjast
o að tryggja eðlilega arðsemi af þeim.
Kirkjuráð setur fasteignasviðinu markmið og skilgreina helstu verkþætti sviðsins.
Á fasteignasviði eru samtals 3,5 stöðugildi
III. Starfshópur Kirkjuráðs um fasteignir
Kirkjuráð skipar fjórða starfshóp sinn. Til ráðgjafar og undirbúnings ákvarðana er
stofnsettur ráðgefandi starfshópur um fasteignir, skipaður þremur mönnum, þar af
einum kirkjuráðsmanni og einum kirkjuþingsmanni. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs
tekur þátt í störfum hópsins og veitir sviðinu forstöðu þar til annað hefur verið
ákveðið.
IV. Umsjón málaflokka
1. Fasteignir Kirkjumálasjóðs, þ.m.t fyrrum prestssetur
Kirkjuráð - ráðgjafarhópur um fasteignir og starfsmenn fasteignasviðs
2. Fasteignin Skálholt og mannvirki - fasteignin Löngumýri og mannvirki
Kirkjuráð - ráðgjafarhópur um fasteignir og starfsmenn fasteignasviðs
3. Prestssetur skv. gildandi staifsreglum Kirkjuþings
Stjórn “Prestssetrasjóðs” skv. 3. gr. starfsreglna um Kirkjumálasjóð vegna rekstrar og
umsýslu prestsbústaða og prestssetursjarða hefur svipaða stöðu og stjórn sjóðsins
hafði fyrir 1. júní 2007. Kirkjuráð ber þó upp tillögur á Kirkjuþingi um kaup og sölu
eigna og skipar stjórnina skv. tilnefningum Kurkjuþings og Prestafélags Islands. Þá
samþykkir Kirkjuráð fjárhagsáætlun. Unnt er að kæra ákvarðanir stjórnar sjóðsins til
Kirkjuráðs sem æðra stjómvalds. Kirkjuþing ákveður hvar prestssetur skuli vera.
4. Kirkjur og safnaðarheimili - ráðgjöf til sókriamefiida og við úthlutanir úr
Jöfimnarsjóði sókna
Kirkjuráð - ráðgjafarhópur um fasteignir, bygginga- og listanefnd og starfsmenn
fasteignasviðs
5. Sérstök málefni varðandi fasteignir s.s. meiriháttar byggingarframkvœmdir,
stefnumótun o.fl.
Kirkjuráð - ráðgjafarhópur um fasteignir og starfsmenn fasteignasviðs.
Kirkjuráð hefur skipað ráðgjafarhópinn. í hópnum eru Halldór Gunnarsson,
kirkjuráðsmaður, Bjami Kr. Grímsson, kirkjuþingsmaður og Ragnhildur
Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu. Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs mun
starfa með hópnum til að byrja með og eftir þörfum.
Kirkjuhús
í skýrslu Kirkjuráðs á síðasta Kirkjuþingi kom fram að Kirkjuráð hefði á tímabilinu
rætt hugmyndir að hugsanlegu nýju kirkjuhúsi. Sú vinna hefur haldið áfram og ræddu
m.a. biskup íslands og framkvæmdastjóri Kirkjuráðs við borgarstjórann í Reykjavík
um möguleika á lóð á Skólavörðuholti. Kom fram mikill stuðningur og velvilji í garð
kirkjunnar af hálfu borgarstjóra um að leysa það mál. Mál þetta verður áfram til
vinnslu.
Skálholt
Eins og fram kom í skýrslu Kirkjuráðs frá síðasta ári gaf ríkisstjórnin fyrirheit um
fjárhagslegan stuðning við byggingu þjónustuhúss og bókhlöðu í Skálholti og
samþykkti Kirkjuráð að leggja fram stofnframlag á móti framlagi ríkisins. Framlag
32