Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 43

Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 43
Gerðir Kirkjuþings 2007 Nefndarálit Fjárhagsnefnd fór yfir ársreikninga og ijárhagsáætlanir Þjóðkirkjunnar, stofnanir hennar og sjóði. Fjárhagsnefnd þakkar skýra framsetningu reikninga og áætlana og yfirgripsmikil yfrrlit og skýringar á öllum rekstri sem undir Þjóðkirkjuna heyra. Fjármálastjóri greiddi greiðlega úr spurningum nefndarmanna varðandi fjármálin. Nefndin fór einnig yfir endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar, en í skýrslunni er fjallað um ársreikninga embætta, sjóða, stofnana og fyrirtækja Þjóðkirkjunnar. Nefndin hafði einnig til umfjöllunar samantekt ársreikninga sókna 2006, yfirlit unnið úr ársreikningum héraðssjóða fyrir árið 2006 og skýrslu um úthlutanir styrkja úr Jöfnunarsjóði sókna á árunum 1991 - 2007 og tillögur um úthlutun árið 2008. Nefndin fékk á sinn fund sr. Sigurð Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti og Kristin Ólason, rektor Skálholtsskóla, Guðlaugu Magnúsdóttur, forstöðumann Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og Guðmund Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóra Kirkjuráðs, sem leystu greiðlega úr spurningum nefndarmanna og veittu nefndinni gagnlegar upplýsingar. Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu lagði fram á sérstöku minnisblaði ýtarleg svör við spumingum sem fram vom settar í almennum umræðum á Kirkjuþingi og fylgir það nefndaráliti. Varðandi fjármál Þjóðkirkjunnar vill fjárhagsnefnd draga fram eftirfarandi atriði: 1. Fjárhagsnefnd telur að stofnun fasteignasviðs stuðli að skilvirkri umsýslu. 2. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að aflað verði gagna um reynslu nágrannakirkna af því að fylgja mótaðri fjárfestingastefnu. Fjármálahópi Kirkjuráðs verði falið að hafa umsjón með verkefninu og undirbúa drög að fjárfestingastefnu sem Kirkjuráð leggi fyrir Kirkjuþing 2008. 3. Fjárhagsnefnd beinir því til Kirkjuráðs að í ársreikningi Kirkjumálasjóðs komi fram hversu miklum fjármunum er varið til barna- og unglingastarfs. 4. Fjárhagsnefnd leggur áherslu á að unnið verði áfram að rafrænum skilum á ársreikningum ásamt ársskýrslum sókna. Nefndin ítrekar ábendingar um að fámennum sóknum verði veitt aðstoð við að koma reikningsskilum í viðunandi horf. Nefndin gerir tillögu til Kirkjuráðs um að þess verði farið á leit við biskupafund að hann hlutist til um að sóknir geti sameinast um starf, rekstur og reikningshald. Kirkjuþing 2007 afgreiddi fjármál Þjóðkirkjunnar með eftirfarandi Ályktun Kirkjuþing 2007 afgreiðir ársreikninga Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2006 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni Þjóðkirkjunnar athugasemdalaust. Rekstraráætlun fyrir árið 2008 um helstu viðfangsefni Þjóðkirkjunnar em í samræmi við megináherslur Kirkjuþings með hliðsjón af þeim fjárhagsramma sem Þjóðkirkjan býr við. 41

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.