Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 67
Gerðir Kirkjuþings 2007
V. Kafli
Leiga/afgjald
17. gr.
Stjórn prestssetra reiknar árlega leigu/afgjald, sem prestur innir af hendi vegna afnota
sinna af prestssetri meðan hann gegnir embætti og fer með forráð prestssetursins.
Til viðmiðunar árlegrar leigu skal stjórn prestssetra taka fasteignamat þeirra eigna sem
prestur hefur umráð yfir, eins og það er 1. desember næst á undan gjaldaári, svo og
einnig þau lögboðnu gjöld sem innt eru af hendi af hálfu stjómar prestssetra vegna
þessara sömu eigna.
Til viðmiðunar skulu einnig vera hlunnindi eða önnur verðmæti sem ekki eru talin til
fasteignamats en hafa sannanlegt verðgildi og prestur nýtir.
Ákvörðun leigu skal tekin fyrir eitt ár í senn og skal því jafnað niður á gjaldaárið með
mánaðarlegum greiðslum frá 1. júní til 31. maí og skal það tilkynnt leigutökum fyrir
1. maí. Ákvæði húsaleigulaga og ábúðarlaga taka til réttarsambands aðila eftir því sem
við getur átt.
Leigan skal jafnan innt af hendi fyrirfram fyrir hvern mánuð og það dregið af launum
prests.
Prestur greiðir ekki leigu fyrir eigin eignir á prestssetri ef þær em fyrir hendi. Þá
greiðir prestur ekki leigu af þeim hluta prestsseturs er ekki nýtist honum og sem stjórn
prestssetra hefur samþykkt að prestur skuli ekki hafa afnot af eða umráð yfir.
18. gr.
Stjórn prestssetra er heimilt að lækka leigugjald fyrir prestssetur að ósk prests enda
séu fyrir því gild rök. Hér er m.a átt við lögmæt leyfi er biskup veitir, sérstakar
skyldur, sérstakar aðstæður, óeðlilegan rekstrarkostnað eða óvanalega hátt
fasteignamat.
Stjóm prestssetra er heimilt að mæla svo fyrir að ákvarðanir um þessi efni skuli vera
tímabundnar og falla sjálfkrafa úr gildi er prestur lætur af embætti og afhendir
prestssetur.
VI. Kafli.
Hlutverk stjómar prestssetra
19. gr.
í prestakalli þar sem Kirkjuþing hefur ákveðið að skuli vera prestssetur, en stjórn
prestssetra hefur ekki yfir húsnæði að ráða, er stjórninni heimilt að gera samning við
prestinn um leigu á húsnæði í hans eigu sem prestssetur.
20. gr.
Stjóm prestssetra getur leitað eftir ljárstuðningi viðkomandi sókna sem og annarra
aðila þegar ráðist er í mjög fjárfrekar framkvæmdir.
VII. Kafli
Hagsmunir og fyrirsvar
21. gr.
Stjóm prestssetra hefur almennt íyrirsvar vegna prestssetra út á við og gætir
hagsmuna prestssetra í samráði við hlutaðeigandi prest, prófast og önnur kirkjuleg
yfirvöld. Stjóm prestssetra hefur gætur á lagasetningu, lagabreytingum, setningu eða
breytingu á fyrirmælum stjórnvalda er varða hagsmuni prestssetra.
65