Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 72
Gerðir Kirkjuþings 2007
Fyrirspurnir á Kirkjuþingi 2007
Fyrirspurnir til biskups Islands
1. Fyrirspurn frá Gunnlaugi Stefánssyni
Hver er afstaða kirkjustjómarinnar til úrskurðar Matsnefndar um verðmæti
vatnsréttinda Kárahnjúkavirkjunnar vegna jarða í eigu kirkjunnar?
Svar Bjarna Grímssonar, formanns stjórnar Prestssetrasjóðs, fyrir hönd biskups
Islands
Samkv. úrskurði matsnefndar um verðmæti vatnsréttinda Kárahnjúkavúkjunnar voru
Prestssetrasjóði dæmdar rúmar 170 millj kr. í bætur fyrir vatnsréttindi í eigu
prestssetursjarðarinnar Valþjófsstaðar. Stjóm Prestssetrasjóðs áfrýjaði úrskurði
matsnefndar til dómsstóla. Við undirbúning og kröfugerð um bætur vegna
vatnsréttinda hefur Prestssetrasjóður ráðið lögfræðing. Prestssetrasjóður hefur verið í
samráði við og fylgt félagi landeiganda á svæðinu.
Prestssetursjörðin Valþjófsstaður á vatnsréttindi bæði í Jökulsá á Dal og Jökulsá í
Fljótsdal. Skipting bóta til jarðarinnar er skv. neðangr. töflu:
Jökulsá á Dal
Valþjófsstaður 125.185.920 Vegna innrennslis í Hálslón
Valþjófsstaður 40.012.983
Valþjófsstaður 3.804,706
169.003.609
Jökulsá í Fljótsdal Valþjófsstaður II Valþjófsstaður I Valþjófsstaður II 2.318.146 411.674 63.843
2.793.663
Jökulsá í Fljótsdal neðan Ufsarstíflu
Valþjófsstaður II Valþjófsstaður I Valþjófsstaður II 723.103 130.249 20.626
873.978
Alls: 172.671.250
Mikil óvissa er þó í þessu máli, þ.e. hvort bætur þessar renni til jarðarinnar.
Obyggðarnefnd úrskurðaði í lok maí 2007 að nær öll prestssetursjörðin væri lýst
þjóðlenda en í afréttareign Valþjófsstaðar.
Urskuði þessum hefur verið vísað til dómstóla, sem hugsanlega verður áfrýjað til
hæstaréttar. Niðurstaða í þessu máli er því varla á næstu grösum. Verði
hæstaréttardómar á þann að veg að úrskurður óbyggðanefndar verði staðfestur má
vera ljóst að bætur til jarðarinnar verða ekki þær sem úrskurður matsnefndar kvað á
um, eða nánast engar.
2. Fyrirspurn frá Gunnlaugi Stefánssyni
Hver hefur afstaða kirkjustjómarinnar til úrskurða Óbyggðanefndar verið vegna jarða
í eigu kirkjunnar?
70