Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 75

Gerðir kirkjuþings - 2007, Qupperneq 75
Gerðir Kirkjuþings 2007 5. Fyrirspurn frá Huldu Guðmundsdóttur Eru guðfræðileg rök gegn því að nota hugtakið „vígsla” um athöfn staðfestrar samvistar, þegar og ef prestar Þjóðkirkjunnar framkvæma bæði „blessun” og frágang löggemingsins? Svar biskups íslands Það em vissulega guðfræðileg rök. Mál þetta er til umfjöllunar á Kirkjuþingi og er, þegar fyrirspurn þessi er sett fram, til meðferðar hjá allsherjarnefnd þingsins Þar af leiðandi telur ég ekki rétt að ræða þetta mál í fyrirspurnartíma að svo stöddu, enda umfjöllun allsherjarnefndar og seinni umræðu Kirkjuþings um málið ekki lokið. Já, það eru guðfræðileg rök hvom tveggja með og á móti. 6. Fyrirspurn frá Huldu Guðmundsdóttur í ályktun Kirkjuþings 2006 var tekið undir ræðu biskups við setningu þingsins um mikilvægi vitunarvakningar þjóðarinnar til að hamla gegn aukinni neyslu vímuefna. Telur biskup, í ljósi vímuvarnarstefnu Þjóðkirkjunnar, að kirkjan geti sett fram skoðun á fmmvarpi um frjálsa sölu á áfengi í verslunum? Svar biskups íslands í stefnu Þjóðkirkjunnar í vímuefnavandanum kemur m.a. fram að Þjóðkirkjan taki undir viðhorf Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar WHO frá 1955 þar sem alkóhólismi er skilgreindur sem sjúkdómur. Jafnan er minnt á að sá sjúkdómur snertir ekki bara líf einstaklingsins sem í hlut á heldur fjölskyldu og aðra sem em í kringum hann. Það er kunnara en frá þurfi að segja að bein tengsl em á milli glæpa og afbrota af ýmsu tagi og vímuefnaneyslu. Vonbrigði, reiði, öfund, em m.a. fylgifiskar vímunnar eins og minnt er á í stefnunni. Þjóðkirkjan hefur tekist á við vandmál vímuefnaneyslu með prédikun, fræðslu, sálgæslu og fyrirbæn. Starfsfólk kirkjunnar, prestar, djáknar og fleiri hafa lagt mikið á sig til að hjálpa einstaklingum til þess að finna leið til bata og stutt fjölskyldur þeirra margvíslega. Kirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í eflingu heilbrigðis og hamingju. Öll þjónusta kirkjunnar hefur í sér fólgið, í senn forvamargildi og hjálp í vanda. Brýnt er að starfsfólk þjóðkirkjunnar beiti sér markvisst í starfi sínu í baráttunni við vímuefnavandann. A fræðslusviðinu er unnið mikið forvamarstarf. Börn frá leikskólaaldri til unglingsára fá fræðslu sem leggur áherslu á jákvæði lífsgildi og kemur að góðu haldi ekki síst í baráttunni við vímuefnavandann síðar á lífsleiðinni. I foreldrastarfi miðlar kirkjan uppeldislegum gildum og beinni aðstoð við foreldra í afar mikilvægu uppeldisstarfi þeirra. Þjóðkirkjan hefur tekið átt í samstarfi við ýmsa aðilja vegna grunnskólanemenda og viljað stuðla að því að halda þeim frá neyslu áfengis og vímuefna. Samstarf hefur og verið við framhaldskólann um að vinna þar að hliðstæðu marki einkum með því að koma að “Lífsleikni” í framhaldsskólum sem er jákvætt spor í þessa átt og hefur augljóst forvamargildi. I erlendum rannsóknum hefur m.a. komið í ljós að aukið aðgengi að áfengi hefur leitt til aukinnar neyslu. Þetta kom m.a. fram í útvarpsviðtali nú í vikunni við sérfræðing hjá Lýðheilsustofnun sem spurður var um framkomið frumvarp. Ef biskup fær frumvarpið til umsagnar frá Alþingi er ljóst að ég mun með vísan til stefnu þjóðkirkjunnar í vímuvarnamálum, benda á að frumvarpið gengur þvert á forvamarstarf kirkjunnar og annarra aðila og mun auka enn á vanda okkar samfélags við vímuefnavandann. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.