Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 76

Gerðir kirkjuþings - 2007, Page 76
Gerðir Kirkjuþings 2007 7. Fyrirspurn frá Huldu Guðmundsdóttur Til Kirkjuráðs. Hvemig hyggst Kirkjuráð vinna að framgangi megináherslu þessa starfsárs „Aukið samstarf - inn á við og út” árið 2007-2008, á hinum breiða vettvangi Þjóðkirkjunnar? Svar biskups íslands, forseta Kirkjuráðs Málefnið er þess eðlis að það snertir alla þætti í starfsemi kirkjunnar og kemur víða fram í stefnuskjalinu. Ljóst var við úrvinnslu gagna að þar kom fram endurtekin ósk og von þátttakenda í stefnumótuninni að samstarf væri aukið bæði inn á við og út á við. Kirkjuráð hefur ekki enn tekið ákvarðanir um hvemig þessu skuli fylgt eftir. Ég hef fjallað um aukið samstarf á vísitasíum mínum, þá hefur það verið til sérstakrar umræðu á sóknamefndamámskeiðum Leikmannaskólans, á innandyranámskeiði á vegum fræðslusviðs Biskupsstofu fyrir allt landið nú í haust og nýlega á leiðarþingi í Húnavatnsprófastsdæmi. Kirkjuráð hefur rætt um það hvort heppilegt væri að leggja til hliðar ijárhæð sem sóknir og stofnanir kirkjunnar gæm sótt í vegna sérstakra verkefna sem myndu falla undir þessa megináherslu. Má vera að sú aðferð leiði til þess að góð stefna verði að veruleika vítt og breitt um landið, til skemmri eða lengri tíma. 74

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.