Peningamál - 01.02.2003, Síða 7

Peningamál - 01.02.2003, Síða 7
6 PENINGAMÁL 2003/1 Í Peningamálum 2002/1 var samantekt á skekkjum í verðbólguspám Seðlabanka Íslands og annarra sem spá verðbólgu hér á landi. Skekkjurnar hafa nú verið metn- ar á ný. Mikilvægt er fyrir Seðlabankann að fylgjast með skekkjum í verðbólguspám sínum enda er verð- bólguspá bankans, ásamt greiningu á efnahagshorfum, orðin einn mikilvægasti þáttur í starfsemi bankans eftir að peningastefnunni var breytt fyrir tæpum tveimur árum. Hér á eftir fer mat á árs- og ársfjórðungsspám Seðlabankans. Ekki verður að þessu sinni fjallað um verðbólguspár annarra. Við mat á verðbólguspám er horft á meðalskekkju (bjögun) og staðalfrávik spáskekkju. Meðalskekkja sýnir hvert meðalfrávik spánna frá eiginlegri verð- bólgu er og þar með hvort verðbólgu hefur kerfisbund- ið verið of- eða vanspáð. Staðalfrávik er mælikvarði á hversu langt spágildið er frá réttu gildi að meðaltali. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir mat á spá- skekkjum Seðlabankans. Matið byggist á spám frá fjórða ársfjórðungi 1994 til fjórða ársfjórðungs 2002. Vert er að hafa í huga að fyrstu árin vantar nokkuð upp á að spárnar nái allar til fjögurra ársfjórðunga en frá og með spá sem gerð var á fjórða ársfjórðungi 1999 eru til spár sem ná a.m.k. til fjögurra ársfjórðunga. Frá öðrum ársfjórðungi 2001 liggja fyrir spár bankans til a.m.k. átta ársfjórðunga fram í tímann, eins og sameiginleg yfirlýsing bankans og ríkisstjórnarinnar frá mars 2001 gerir ráð fyrir. Fyrstu spána sem náði átta ársfjórðunga fram í tímann verður unnt að bera saman við mælda verðbólgu í apríl n.k. þegar fyrsti fjórðungur þessa árs liggur fyrir. Efst í meðfylgjandi töflu má sjá samantekt á með- alskekkju og staðalfráviki í spám sem ná einn til fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Spár sem ná einn ársfjórð- ung fram í tímann hafa nær enga meðalskekkju en hún vex eftir því sem spárnar ná lengra fram í tímann og að meðaltali hefur bankinn vanspáð verðbólgu um 0,33% þegar hann spáir til fjögurra ársfjórðunga. Þetta gefur þó ekki alveg rétta mynd því að fram að árinu 2000 var spáskekkjan þegar spáð var fjóra ársfjórð- unga fram í tímann aðeins -0,01% en á árunum 2000 til 2002 -0,81%. Mest urðu frávikin í spám bankans sem birtar voru á fyrri helmingi ársins 2001 þegar áhrif gengislækkunar krónunnar á seinni hluta ársins 2000 og fyrri hluta ársins 2001 voru að koma fram. Bankinn gerir alltaf ráð fyrir óbreyttu gengi í spám sínum enda benda rannsóknir til þess að erfitt sé að gera betur en að spá óbreyttu gengi. Staðalfrávikið eykst eins og gera má ráð fyrir eftir því sem spáð er til lengri tíma, í samræmi við vaxandi óvissu. Af augljósum ástæðum er meðalskekkja í verð- bólguspám yfir almanaksárið mest og staðalfrávikið hæst þegar spáð er frá upphafi árs, þ.e.a.s. þegar spá- tíminn er lengstur, en minnkar svo eftir því sem lengra líður á spátímann. Hlutfallslega stærri hluti breytingarinnar er fólginn í liðinni verðbólgu þegar spáð er meðalverðbólgu milli ára, þ.e.a.s. frá liðnu ári til yfirstandandi árs, en þegar spáð er yfir ár sem er að líða. Meðalskekkja er því minni og staðalfrávik lægra í spám milli ára en þegar spáð er yfir árið. Einnig er áhugavert að skoða mismun mældrar verðbólgu og öryggismarka í spám bankans. Stutt er síðan bankinn byrjaði að birta spár með þeim hætti. Því er ekki unnt að bera saman nógu margar spár til fjög- urra ársfjórðunga ásamt öryggismörkum þeirra við mælda verðbólgu, en fljótlega verður hægt að bæta úr því. Rammagrein 1 Spáskekkjur í verðbólguspám Seðlabanka Íslands Mat á skekkjum í verðbólguspám Seðlabankans Spár fram í einn tvo þrjá fjóra tímann um: ársfj. ársfj. ársfj. ársfj. Meðalskekkja 0,01 -0,07 -0,12 -0,33 Staðalfrávik 0,41 0,90 1,43 1,78 Spár um verðbólgu Spá unnin á yfir árið: 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Meðalskekkja -0,86 -0,56 -0,21 -0,14 Staðalfrávik 2,38 1,82 1,11 0,76 Spár um verðbólgu Spá unnin á milli ára 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. Meðalskekkja -0,27 -0,18 0,01 0,00 Staðalfrávik 1,15 0,68 0,35 0,10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.