Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 63

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 63
hreina gjaldeyrisstöðu bankans. Áfram er sá mögu- leiki þó fyrir hendi að bankinn komi inn á markaðinn telji hann það stuðla að markmiðum peningastefn- unnar eða ef hann telur að gengissveiflur geti ógnað fjármálalegum stöðugleika. 6.2. Ákvarðanir um inngrip og markmið þeirra Ákvarðanir um inngrip eru teknar af bankastjórn Seðlabanka Íslands að fenginni ráðgjöf sérfræðinga bankans. Hún tekur ákvarðanir um hversu stór inngripin skuli vera og yfir hvaða tímabil gripið skuli inn í markaðinn. Framkvæmd inngripa er hins vegar í höndum peningamálasviðs Seðlabankans. Peninga- málasvið fylgist einnig með daglegum hreyfingum á markaðnum og á samskipti við viðskiptavaka. Markmið inngripa Seðlabankans breyttust með breytingum á umgjörð peningastefnunnar. Fram til 27. mars 2001 var millimarkmið peningastefnu Seðlabankans að halda gengi krónunnar gagnvart meðaltali erlendra gjaldmiðla innan ákveðinna vik- marka. Fram til 6. september 1995 voru vikmörkin ±2¼% frá miðgildi en þá voru þau víkkuð í ±6%. Þau voru síðan víkkuð aftur í ±9% 14. febrúar 2000, áður en þau voru endanlega aflögð þann 27. mars 2001, eins og áður hefur komið fram. Þá var gengi krón- unnar sett á flot og tekið upp formlegt verðbólgu- markmið sem meginakkeri peningastefnunnar. Augljóst er að á meðan Seðlabankinn studdist við fastgengisstefnu var meginmarkmið inngripa bank- ans að tryggja að gengi krónunnar héldist innan áður- nefndra vikmarka. Framan af átti bankinn þó töluvert meiri viðskipti en líklega hefði þurft til að tryggja þetta en það endurspeglar þá staðreynd að innlendur gjaldeyrismarkaður var mjög vanþróaður og þoldi vart miklar gengissveiflur, þótt þær hefðu rúmast innan vikmarkanna. Eftir því sem vikmörkin voru víkkuð og gjaldeyrismarkaðurinn þroskaðist gat bankinn hins vegar einbeitt sér í æ ríkari mæli að því að tryggja litla og stöðuga verðbólgu og um tíma hvarf bankinn algerlega út af markaðnum. Hann kom þó aftur inn á markaðinn til að hemja gengislækkun krónunnar og verja vikmörk fastgengisstefnunnar þar til að þau voru aflögð. Eftir að bankinn tók upp verð- bólgumarkmið er ljóst að hlutverk inngripa sem stjórntækis í peningamálum hefur stórlega minnkað. Seðlabankinn hefur lýst því yfir að inngrip verði ein- göngu notuð telji bankinn að gengisþróunin geti ógn- að verðbólgumarkmiðinu eða óeðlilegar gengis- sveiflur tefli fjármálalegum stöðugleika í hættu. Inn- grip verða því ekki notuð til að verja ákveðið gengis- stig, eins og tíðkaðist þegar bankinn fylgdi fast- gengisstefnu. 6.3. Framkvæmd inngripa Seðlabankans Inngrip Seðlabankans hafa fram til þessa eingöngu farið fram í gegnum síma. Þegar bankinn kemur beint inn á markaðinn er hringt í alla viðskiptavaka í einu og þeir beðnir um verðtilboð í viðmiðunarupp- hæð markaðarins. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að Seðlabankinn biðji um verðtilboð í aðrar upphæð- ir þótt það hafi ekki verið gert undanfarin ár. Seðla- bankinn getur átt viðskipti við viðskiptavaka jafn oft og hann telur nauðsynlegt. Um leið og bankinn á við- skipti á gjaldeyrismarkaði (í beinum inngripum) hreyfast verðtilboð viðskiptavaka og með því að eiga viðskipti við alla í einu er verið að stuðla að jafnræði milli þeirra.20 Eins og getið var um að framan geta seðlabankar notað fleiri en eina aðferð til þess að grípa inn á gjaldeyrismarkaði. Seðlabanki Íslands hefur nær ein- göngu átt stundarviðskipti við viðskiptavaka. Á þessu eru tvær undantekningar en bankinn hefur einu sinni gert framvirkan samning við viðskiptavaka og í eitt skipti gjaldeyrisskiptasamning. Eins og fjall- að er um í rammagrein 3 var í báðum þessum tilfell- um um einstök viðskipti við einn markaðsaðila að ræða. Sumir seðlabankar koma inn á gjaldeyris- markað á ákveðnum tíma dags. Seðlabanki Íslands hefur ekki gert slíkt, fyrir utan þá endurkaupaáætlun sem lýst er í rammagrein 3, og er ákvörðun um tímasetningu tekin í hvert skipti sem bankinn á viðskipti á markaðnum. Seðlabankinn hefur ekki greint frá inngripum á skipulegan hátt. Í stöku tilfellum hefur bankinn sent frá sér fréttatilkynningu eftir að inngrip hafa átt sér stað. Einnig hefur bankinn fjallað um þau í ritum 62 PENINGAMÁL 2003/1 20. Þetta er ólíkt því sem t.d. bandaríski seðlabankinn gerir, en hann á eingöngu viðskipti við hluta markaðsaðila þegar hann kemur inn á markaðinn. Markaðsaðilum er síðan gert að miðla þessum upp- lýsingum út á markaðinn. Þetta er hins vegar ekki einhlítt og fer eftir því hvort mótaðilinn er viðskiptabanki eða gjaldeyrismiðlari en sá síðartaldi þarf ekki að gefa upp að sá sem leggur fram pöntun á gjaldeyrismarkaði sé seðlabankinn. Rannsóknir benda jafnframt til þess að þótt seðlabankinn noti viðskiptabanka sem mótaðila, þarf það ekki að tryggja að upplýsingar um inngripin dreifist jafnt milli allra markaðsaðila samtímis og því hafi sá mótaðili sem er valinn forskot á upplýsingar um tíma. Sjá Baillie, Humpage og Osterberg (1999).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.