Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 11
Engar afgerandi vísbendingar eru um framvind-
una næstu misseri. Slaki í einkaneyslu í viðskipta-
löndunum gæti grafið undan verðinu, en minnkandi
framboð vegið á móti. Almennt er þó ekki talið að
niðurskurður aflaheimilda hjá Evrópusambandinu
muni hafa umtalsverð áhrif á fiskverð, nema þá helst
á ferskum fiski.8 Jafnvel er talið óvíst hvort áhrifin,
ef einhver, verði til hækkunar eða lækkunar. Ekki er
heldur talið að aukið fiskeldi muni hafa umtalsverð
áhrif á fiskverð á næstunni.9 Hins vegar er hugsan-
legt að veruleg hækkun hrávöruverðs á heimsmark-
aði, t.d. landbúnaðarvöru, sé jákvæð fyrir verðlag
íslenskra sjávarafurða, einkum mjöls og lýsis. Álverð
er enn lágt, en hefur hækkað nokkuð frá því í haust.
Að undanförnu hefur tonnið kostað meira en 1.400
Bandaríkjadali, sem aðeins gerðist tvívegis á sl. ári.
Botnfiskaflinn í nóvember og desember sl. var
heldur slakari en á sama tíma árið áður og var svip-
aður eða slakari en árið 2001 flesta mánuði frá sl.
vori. Um vorið var aflinn hins vegar mun meiri en
árið áður vegna truflana af völdum verkfallsátaka
vorið 2001. Fyrir utan desember 2002, sem var tölu-
vert betri en desember 2001, var uppsjávaraflinn
einnig slakari síðari hluta ársins, en mjög mikill afli
fyrri hluta ársins olli því að aflinn á árinu öllu varð
9% meiri.
Að því er önnur ytri skilyrði þjóðarbúsins snertir
er útlitið að sumu leyti neikvætt. Ófriðarblikur og
átök hafa leitt til hækkunar olíuverðs, sem fyrr segir.
Frá janúar 2002 til jafnlengdar í ár hækkaði olíu- og
bensínverð um ríflega 70%. Verðið á olíu- og bensíni
var í lok janúar 2003 tæpum þriðjungi hærra en að
meðaltali sl. ár. Framvirkir samningar benda til þess
að búist sé við að olíuverð haldist hátt fyrsta fjórðung
þessa árs en lækki því næst um rúmlega fjórðung, en
bensínverð lækki ekki að marki fyrr en á þriðja
fjórðungi ársins. Verð annarrar hrávöru hefur einnig
hækkað töluvert að undanförnu úr lægð undanfarinna
ára og gæti leitt til hækkunar á verði aðfanga til iðn-
aðar, en óvíst er um áhrif þess á samkeppnisstöðu. Á
heildina litið voru ytri skilyrði þjóðarbúsins nokkru
slakari seinni hluta sl. árs. Aflabrögð voru heldur lak-
ari, útflutningsverðlag dalaði á heildina litið og olíu-
verð hækkaði töluvert undir lok ársins.
Eftir að hafa dalað nokkuð sl. sumar, var útflutn-
ingur nokkuð mikill í september og október. Þessi
þróun á rót sína að rekja til fyrrgreindra sveiflna í
aflabrögðum. Fyrstu ellefu mánuði sl. árs jókst vöru-
útflutningur um 8% að magni, þar af jókst útflutn-
ingur sjávarafurða um tæplega 6%. Þjónustu-
útflutningur á þriðja ársfjórðungi 2002 var hins vegar
um 4% minni á föstu gengi en á sama tíma árið 2001.
Veikari útflutningur á þriðja fjórðungi sl. árs leiddi
til samdráttar í landsframleiðslu
Vegna þess hve ytri skilyrði þjóðarbúsins voru góð á
árinu 2001 og fyrri hluta sl. árs hélt landsframleiðsla
áfram að vaxa, þrátt fyrir verulegan samdrátt þjóðar-
útgjalda. Á þriðja fjórðungi sl. árs var útflutningur í
heild hins vegar litlu meiri en ári áður, sem leiddi til
þess að landsframleiðslan á ársfjórðungnum dróst
saman um 1½% frá fyrra ári. Á sama tíma dró úr
samdrætti einkaneyslu, en samdráttur fjármuna-
myndunar jókst.
Lægð í útflutningi á þriðja fjórðungi ársins má
rekja til sveiflna í aflabrögðum annars vegar og sam-
dráttar í útflutningi þjónustu hins vegar. Raungengi
fór einnig hækkandi en hefur tæpast átt verulegan
hlut að máli, enda er raungengið tiltölulega nálægt
meðalstöðu síðustu tíu ára. Hækkun raungengis
miðað við hlutfallslegt verðlag frá þriðja fjórðungi
2001 til jafnlengdar 2002 var 9,3% og síðan hefur
raungengið hækkað enn frekar, eða um 3½%.10
Hækkun raungengis er farin að skila sér í minni
framlegð útflutnings- og samkeppnisfyrirtækja.
Framlegð sjávarútvegsfyrirtækja sem skráð eru í
Kauphöll Íslands lækkaði úr 28% í 21% milli ára.
Þetta er þó enn mjög góð framlegð og áætlanir fjár-
málafyrirtækja gera ráð fyrir svipaðri framlegð á
þessu ári, sem nægir fyllilega til að halda uppi öflug-
um útflutningi ef afli verður nægur.
Nokkuð liggur fyrir af gögnum sem nota má til að
ráða í framvinduna í þjóðarbúskapnum á síðasta
10 PENINGAMÁL 2003/1
8. Ýmsir telja að niðurskurður aflaheimilda muni hafa neikvæð áhrif á
markaðinn, þar sem neytendur kynnu að álíta að allur fiskur væri í
útrýmingarhættu.
9. Ekki er talið að samkeppni frá eldisfiski, sem fyrst og fremst er lax,
leiði til verðlækkunar á villtum fiski til skemmri tíma litið, því að
staðkvæmd milli eldistegunda og t.d. þorsks eða ýsu er ekki talin
mikil. Aukist framboð eldisþorsks og annarra botnfisktegunda úr eldi,
eins og horfur eru á, má hins vegar fastlega búast við aukinni
verðsamkeppni. Talið er að þorskeldi muni gefa allt að 700 þús. tonn
árlega eftir u.þ.b. 10-15 ár.
10. Raungengi miðað við hlutfallsleg laun hækkaði um rúm 11% frá þriðja
ársfjórðungi 2001 til fyrsta fjórðungs þessa árs.