Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 31
30 PENINGAMÁL 2003/1 leiddi til þess að mun minni vaxtahækkunar væri þörf til að halda verðbólgu nálægt verðbólgu- markmiðinu. Í því dæmi sem hér er tekið varðan- di breytilegt gengi þurfa Seðlabankavextir ekki að hækka um nema rúmlega 2 prósentur umfram grunndæmi þegar þeir ná hámarki á árunum 2004 og 2005. Þetta gæti falið í sér rúmlega 7% stýri- vexti. Breytilegt gengi hefur það einnig í för með sér að vextirnir hækka seinna en ella. 8. Aðgerðir í ríkisfjármálum sem fælu í sér 20% samdrátt fjárfestingar hins opinbera á árunum 2005 og 2006 og samsvarandi aukningu á árunum 2007 og 2008 myndu hafa það í för með sér að vextir þyrftu ekki að fara nema um 2½ prósentu umfram grunndæmi miðað við framsýna pen- ingastefnu og óbreytt gengi. Samspil gengisað- lögunar og aðgerða í ríkisfjármálum gæti dregið enn frekar úr þörf fyrir vaxtahækkun. 9. Það er því meginniðurstaða þessarar greinargerð- ar að þrátt fyrir að hér sé um einhverjar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar að ræða, verður hægt að verja efnahagslegan stöðugleika og halda verðbólgu nálægt verðbólgumarkmiði Seðla- bankans með samspili innri aðlögunar í þjóðar- búskapnum og aðgerða í peninga- og ríkisfjár- málum. Nauðsynlegt er að gera veigamikla fyrirvara við þær niðurstöður sem hér eru kynntar, eins og nánar er rakið í einstökum köflum síðar. Útreikningarnir byggjast á margvíslegum forsendum sem gætu brugðist, svo sem varðandi væntingar heimila og fyrirtækja og tiltölulega mjúk viðbrögð fjármála- markaða. Þá ríkir mikil óvissa varðandi gengisþróun. Einnig er rétt að hafa í huga að útreikningarnir byggjast á líkönum sem metin eru á grundvelli sögu- legra sambanda hagstærða sem ekki er víst að gildi að fullu þegar framkvæmdir verða svo miklar sem hér um ræðir. Þá eru líkönin óhjákvæmilega ófull- komin. Þannig bendir margt til að áhrif vaxta á eftir- spurn og eftirspurnar á verðbólgu séu vanmetin í því þjóðhagslíkani sem þróað var sameiginlega af Seðla- banka, Þjóðhagsstofnun og fjármálaráðuneyti á sínum tíma og er að hluta notað við matið. Áhrif pen- ingastefnunnar gætu því verið vanmetin. Eins og áður er fram komið er ekki reiknað með framkvæmdum vegna Norðuráls í þessari úttekt. Ljóst er að það myndi auka verulega á hagstjórnar- vandann ef þær framkvæmdir fara að einhverju leyti saman við hátopp framkvæmda vegna álvers á Austurlandi. Það væri því heppilegt að reyna að finna þeim framkvæmdum einhvern annan tíma. Það hjálpar mikið til að stóriðjuframkvæmdirnar hófust ekki fyrr en ofþensla áranna 2000 og 2001 var að fullu hjöðnuð og verðbólgukúfurinn sem henni fylgdi einnig. Annars væru minni líkur á að hægt verði að varðveita stöðugleika og halda verðbólgu í skefjum. Nokkur slaki er í þjóðarbúskapnum um þessar mundir og framkvæmdatoppurinn verður ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Spár bentu til þess að þjóðarbúskapurinn yrði í góðu jafnvægi á árinu 2004, án stóriðju. Meðal annars af þeim orsökum miðast grunndæmið án stóriðju við hagkerfi í jafnvægi frá 2005. Að lokum ber að undirstrika að stefnan í peninga- málum er á hverjum tíma mótuð á grundvelli heildar- mats á ástandi og horfum í efnahagsmálum. Ýmsir aðrir þættir en stóriðjuframkvæmdir gætu þegar þar að kemur haft töluverð áhrif á stefnuna í peninga- málum. 2. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi Í þessum kafla verður framkvæmdunum lýst og þær settar í þjóðhagslegt samhengi. Alcoa hyggst reisa álver í Reyðarfirði með allt að 322 þús. tonna árs- framleiðslugetu. Þá verður byggð hafnaraðstaða við iðjusvæði Alcoa. Í janúar sl. var rammasamningur milli Lands- virkjunar og Fjarðaráls ehf. (Alcoa) samþykktur af stjórn Landsvirkjunar og af yfirstjórn Alcoa. Samn- ingurinn hljóðar upp á afhendingu á 4.700 GWst af raforku á ári, alls að afli 537 MW. Gert er ráð fyrir að virkjunarframkvæmdir hefjist með fullum þunga vorið 2003 en áður hefur verið hafist handa við ýmis konar undirbúningsframkvæmdir. Við það er miðað að raforkan komi fyrst og fremst frá Kárahnjúka- virkjun að meðtalinni Fljótsdalsveitu. Fjárfesting Alcoa og Landsvirkjunar er með þeim mestu sem ráðist hefur verið í frá upphafi Íslands- byggðar en í hlutfalli við landsframleiðslu er hún svipuð og bygging Búrfellsvirkjunar og álversins í Straumsvík á sjöunda áratug seinustu aldar. Heildar- umfang fjárfestinga í iðjukostum og virkjunum er um 186½ ma.kr. sem skiptist þannig að fjárfesting í álveri og höfn á Reyðarfirði er talin nema um 91½ ma.kr. og virkjun, veita og flutningsvirki er áætlað að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.