Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 85
ekki af samdrætti ofangreindra þátta enn hraðari (sjá
mynd 10 hér að framan). Líta má á það sem skýra
vísbendingu um að viðskiptahallinn var kominn
langt fram úr þeim mörkum sem telja má sjálfbæran
viðskiptahalla. Af hjöðnun viðskiptahallans um 6%
árið 2001 má rekja u.þ.b. 2% til þess að innflutningur
fjárfestingarvöru og varanlegrar neysluvöru dróst
saman, en 4% til annarra þátta.
Stór þáttur sveiflna í innflutningi varanlegrar
neysluvöru og fjárfestingarvöru í myndun og hjöðn-
un viðskiptahalla á Íslandi er að sumu leyti kostur. Ef
íslenska hagkerfið væri lokaðra en það er og sjálfu
sér nægt um varanlega neyslu- og fjárfestingavöru
kæmu slíkar sveiflur fram innan þjóðarbúskaparins.
Eftirspurn eftir vinnuafli væri þá til muna breytilegri
og atvinnuleysi líklega að meðaltali meira, með
tilheyrandi afleiðingum fyrir stöðugleika verðlags.
Sveiflur í innflutningi og viðskiptahalla hafa því
mildandi áhrif á hagsveiflur hérlendis og eru að því
að vissu marki æskilegar. En verði þær óhóflega
miklar, eins og árin 1998-2000, eru þær jafnframt
vísbending um undirliggjandi spennu og yfirvofandi
hættu á efnahagslegum óstöðugleika.
Samspil skuldaþróunar og gengis stuðlaði að hraðri
hjöðnun viðskiptahalla
Fáum getur blandast hugur um að sveiflur í gengi
krónunnar gegndu lykilhlutverki í aðlögun viðskipta-
hallans á sl. tveimur árum. Að meðaltali var nafn-
gengi krónunnar árið 2001 17% lægra en árið áður og
raungengi 13% lægra (miðað við verðlag). Þetta var
mesta lækkun gengis frá árinu 1989, en þá var verð-
bólga mun meiri og lækkun raungengis sem af hlaust
því töluvert minni, a.m.k. ef miðað er við hlutfalls-
lega verðlagsbreytingu. Fara þarf allt aftur til ársins
1975 til að finna jafn mikla eða meiri lækkun hlut-
fallslegs verðlags, en lækkun hlutfallslegs launa-
kostnaðar á einingu var svipuð árin 1983 og 1989.
Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á viðskipta-
jöfnuð eftir ýmsum leiðum:
• Í fyrsta lagi hefur gengislækkun áhrif á heildar-
eftirspurn. Hún leysir úr læðingi verðhækkanir á
innfluttum vörum og innlendum vörum sem eru í
samkeppni við þær. Kaupmáttur launa fellur, eða
eykst hægar en ella og einkaneysla verður minni
sem því nemur. Lækkun gengis er einnig líkleg til
að hafa neikvæð áhrif á væntingar einstaklinga
um kaupmátt framtíðartekna sinna. Daprari vænt-
ingar um framtíðina hafa áhrif á eftirspurn, eink-
um eftir varanlegri neysluvöru, því að neysla
hennar og greiðslur fyrir hana dreifast á langt
tímabil og eru því næmari fyrir breyttum vænt-
ingum um framtíðartekjur og auðvelt er að slá
kaupum slíkrar vöru á frest þegar horfur versna.
Áhrif gengislækkunar á fjárfestingu fyrirtækja
eru ekki jafn augljós. Þar togast á gagnstæð áhrif.
Verð innfluttrar fjárfestingarvöru hækkar þegar
gengi heimagjaldmiðils lækkar, sem dregur úr
reiknaðri arðsemi fjárfestingar þar sem innflutt
fjárfestingarvara kemur við sögu. Ef skuldir fyrir-
tækja eru, eins og hér á landi, að verulegu leyti í
erlendum gjaldmiðlum hefur lækkun á gengi
krónunnar neikvæð áhrif á greiðslubyrði fyrir-
tækja, sem dregur úr arðsemi þeirra eftir fjár-
magnsliði og getu til frekari fjárfestingar. Þess er
að vænta að lakari horfur um vöxt einkaneysla
dragi úr fjárfestingu fyrirtækja sem selja fyrst og
fremst á heimamarkaði. Á hinn bóginn eykur
gengislækkun framlegð fyrirtækja sem hafa
tekjur í erlendum gjaldmiðlum og erlend lántaka
verður hagkvæm ef gengi heimagjaldmiðils er
tímabundið lágt meðan aðlögun stendur yfir í
kjölfar hallaskeiðs. Horft til skamms tíma eru
áhrif stórfelldrar gengislækkunar á fjárfestingu
fyrirtækja þó líkleg til að vera neikvæð, enda
tengist lækkun gengis einatt lakari horfum um
framtíðar hagvöxt.
• Í öðru lagi hefur gengisbreyting áhrif á hlutfalls-
legt verð innflutnings og útflutnings. Innfluttar
vörur verða hlutfallslega dýrari en innlendar.
Vegna þess að samkeppni við innlendar stað-
kvæmdarvörur er oft ekki fyrir hendi eða tak-
mörkuð við örfáa aðila gerist þessi hlutfallslega
verðbreyting tiltölulega hratt, en að sama skapi
þarf líklega töluvert mikla verðbreytingu til að
hafa umtalsverð áhrif á innflutninginn. Svipaða
sögu má segja um viðbrögð útflutnings við
gengisbreytingum. Hlutdeild innlends markaðar í
tekjum flestra útflutningsfyrirtækja sem máli
skipta, í sjávarútvegi og álframleiðslu, er ekki
stór. Svigrúm þeirra til að bregðast við gengis-
breytingum með því að draga úr framboði á
innlendan markað og auka framboð á erlendan
markað er því líklega minna en í löndum þar sem
skipting sölu á milli innlends og erlends mark-
84 PENINGAMÁL 2003/1