Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 54
þeirra hafi minnkað.9 Vissulega er hægt að vísa í tilvik þar sem stýfð inngrip virðast hafa heppnast, þótt erfitt sé að meta með vissu hvort árangurinn stafi af inngripunum eða af einhverju öðru. Sem dæmi má nefna lækkaði Bandaríkjadalur um u.þ.b. 20% næstu sex mánuði (viðskiptavegið gengi) eftir Plaza- samninginn svokallaða í september 1985, þar sem G-5-ríkin (Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Japan og Þýskaland) gerðu með sér samning um að reyna að knýja fram lækkun dalsins sem þótti hafa hækkað um of. Plaza-samningnum var síðan fylgt eftir með nýrri viljayfirlýsingu, kenndri við Louvre í Frakklandi, þar sem G-7-ríkin (G-5 að viðbættum Ítalíu og Kanada) skuldbundu sig að draga úr sveiflum í gengi Banda- ríkjadals með inngripum. Dæmi um það hvernig samræmd inngrip seðlabanka til að snúa við gengis- ferli hafa síður virkað er tilraun evrópska seðlabank- ans í samstarfi við seðlabanka Bandaríkjanna, Bret- lands, Japans og Kanada til að reyna að styrkja gengi evru gagnvart Bandaríkjadal í september 2000. Evran veiktist fljótlega aftur og það er ekki fyrr en nú nýverið að hún hefur aftur náð jafnfæti við dal í kjöl- far þess að hægt hefur á bandarísku efnahagslífi og trú á það að einhverju leyti dvínað. Það eru því greinileg dæmi þess að samræmd inngrip seðlabanka margra landa hafa náð að auka traust markaðsaðila á gjaldmiðli. Þau eru hins vegar einnig til þar sem síður hefur til tekist. 3. Mismunandi markmið inngripa Markmið inngripa seðlabanka geta verið mismun- andi. Markmiðið gæti verið að reyna að snúa við gengisþróun, t.d ef gengi innlends gjaldmiðils þykir hafa veikst óhóflega þannig að markmiði stjórnar peningamála, hvort sem það er verðbólgumarkmið eða fastgengismarkmið, sé ógnað. Þá gæti mark- miðið verið að fylgja eftir ákveðinni gengisþróun, t.d. ef seðlabankinn sér tækifæri á að hraða, eða að styrkja enn frekar, gengislækkunar- eða hækkunar- ferli á markaði. Markmiðið gæti einnig verið að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins. Bankinn gæti t.d. viljað draga úr óhóflegum skammtíma gengissveiflum sem endurspegluðu óróleika á mark- aði eða reyna að draga úr eða leysa ákveðna mark- aðsbresti á gjaldeyrismarkaði. Seðlabankinn gæti tal- ið að nýjar upplýsingar eða breytingar á vaxtamun milli landa orsaki yfirskot gengis sem myndi leiða til óhóflegri sveiflna í gengi vegna hjarðhegðunar mark- aðsaðila. Því væri heppilegt fyrir seðlabankann að nota inngrip til að koma í veg fyrir að slík hjarðhegð- un festi rætur. Annað markmið inngripa gæti verið að hagnast á þeim. Ef seðlabankinn nær t.d. að snúa við lækkunarþróun innlends gjaldmiðils gæti hann síðar keypt til baka þann gjaldeyri sem hann notaði við inngripin á hagstæðara verði. Þrátt fyrir að niður- stöður könnunar Neelys (2001) meðal 22 seðlabanka víðs vegar um heiminn gefi afdráttarlaust til kynna að hagnaðarsjónarmið ráði engu um ákvörðun seðla- banka við inngrip, gæti t.d. slæm reynsla þeirra af fyrri inngripum dregið úr vilja þeirra til að fara aftur inn á markaðinn. Ætla má að seðlabankar fari ekki inn á markað til að leiðrétta leitniþróun gengis eða draga úr gengissveiflum, telji þeir litlar líkur á að ná árangri og að af inngripunum muni líklega hljótast töluvert tap. Kim og Sheen (2002) finna t.d. vísbend- ingar um slíka hegðun hjá Seðlabanka Ástralíu við ákvörðun um inngrip. Að lokum gætu seðlabankar farið inn á gjaldeyrismarkaðinn til að leiðrétta forða- stöðu sína, telji þeir gjaldeyrisforða sinn of lítinn eða of stóran. Þeir gætu þá notað tækifærið þegar gjald- eyrismarkaðurinn er í góðu jafnvægi, þannig að ólík- legt er að inngripin hafi mikil áhrif á gengi innlends gjaldmiðils. Samkvæmt rannsóknum virðist sem al- gengustu ástæður inngripa séu þær að reyna að snúa við gengisþróun og að reyna að draga úr sveiflum í gengi gjaldmiðla (sjá yfirlit í Sarno og Taylor, 2001). Þetta er einnig í samræmi við könnun Neelys (2001). Það er einnig augljóst að markmið inngripa ráðast af þeim ramma sem peningastefnu viðkomandi seðlabanka er settur. Vinni seðlabanki út frá fast- gengisstefnu af einhverju formi, er ljóst að megin- ástæða inngripa er að stuðla að því að gengi innlends gjaldmiðils sé í sem bestu samræmi við fastgengis- markmiðið. Geta seðlabanka til að halda til lengdar gengisviðmiði sem ekki er í samræmi við undir- liggjandi efnahagsforsendur eða skoðun markaðs- PENINGAMÁL 2003/1 53 9. Sem dæmi má nefna fór bandaríski seðlabankinn 235 sinnum inn á gjaldeyrismarkaðinn frá febrúar 1987 til júlí 1990 (á tímabilinu kenndu við Louvre-samninginn), u.þ.b. fjórða hvern vinnudag. Þetta eru hins vegar töluvert færri inngrip en á áttunda áratugnum og fyrri hluta þess níunda. Á næstu þremur árum fór bankinn hins vegar aðeins 38 sinnum inn á gjaldeyrismarkaðinn og frá 1995 aðeins tvisvar sinn- um. Á sama tíma og inngripum fækkaði, hækkaði hins vegar upphæð hverra inngripa. Sjá Baillie, Humpage og Osterberg (1999) og Neely (2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.