Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 84

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 84
ingur um tæp 8% að magni og útflutningstekjur, þ.e.a.s. kaupmáttur útflutnings gagnvart innflutningi álíka mikið.17 Erfitt er að greina í sundur svo óyggj- andi sé áhrif aflabragða og aukins vinnsluvirðis, sem rekja má til tækniframfara og markaðsstarfs liðinna ára, frá viðbrögðum við gengislækkun krónunnar, sem væntanlega hafa verið nokkur. Aukinn álútflutn- ingur var vitaskuld ávöxtur fjárfestingar áranna á undan, vöxtur tekna af álútflutningi nam u.þ.b. fimm- tungi hjöðnunar viðskiptahallans það ár. Á heildina litið má þó slá því föstu að tiltölulega hagstæð fram- vinda ytri skilyrða hafi flýtt verulega fyrir aðlögun viðskiptahallans árin 2001 og 2002. Á mynd 1 hér að framan má sjá hvernig hin hag- stæðu ytri skilyrði birtast í hlutfallslegu framlagi út- flutnings og innflutnings til hjöðnunar hallans á vöruskipta- og þjónustujöfnuði. Hjöðnun hallans má einkum rekja til útflutningsþróunar árið 2001, en innflutningsþróunar árið 2002. Gott verðlag á erlend- um mörkuðum, ágætur útflutningur og gengisþróun lögðust á eitt árið 2001 og útflutningur þandist um 31% að nafnvirði á sama tíma og nafnvöxtur inn- flutnings var minni en landsframleiðslunnar, sem jókst um 13%. Árið eftir fór saman magnsamdráttur og verðlækkun innflutnings. Útflutningur var einnig í nokkrum vexti árið 2002, en verðlag (einkum áls) lækkaði og útflutningur óx hægar en landsfram- leiðslan. Í Noregi var þróunin enn hagstæðari en á Íslandi. Útflutningsverð snarhækkaði á árunum 1979-1981, þegar olía á heimsmarkaði hækkaði á sama tíma og framleiðsla Norðmanna jókst. Í ljósi þessa er tiltölu- lega sársaukalítil aðlögun í Noregi ekkert undrunar- efni. Öðru máli gegndi um Kóreu, þar sem snörpustu umskiptin áttu sér stað. Útflutningur Kóreu og ann- arra nýmarkaðsríkja í Asíu féll verulega í verði árið 1996 og aftur tveimur árum seinna (sjá mynd 10). Rýrnun viðskiptakjara átti ásamt öðru þátt í að veikja svo efnahagslíf margra landa í Asíu að gjaldeyris- og bankakreppa hlaust af og var um leið hlekkur þeirrar keðjuverkunar sem magnaði kreppuna enn frekar. Mexíkó átti það hins vegar sameiginlegt með Íslandi að ekki virðist hægt að kenna ytri skilyrðum um umskiptin. Snarpari samdrátt innlendrar eftirspurnar þar en hérlendis má líklega rekja til allsherjarflótta skammtímafjármagns sem greip um sig þegar erlendir fjárfestar sem höfðu fjárfest ótæpilega í mexíkóskum skuldabréfum sannfærðust um að gengi pesóans væri of hátt skráð. Erlendir fjárfestar höfðu fest lítið fé í skuldabréfum á Íslandi og því var ekki sama hætta fyrir hendi hér og víða annars staðar. Fleira var íslenskum þjóðarbúskap hagstætt á aðlögunartímanum. Hagstæð þróun vaxta dró veru- lega úr vaxtagreiðslum til útlanda á árinu 2002. Árið 2001 námu vaxtagjöld þjóðarinnar 41,7 ma.kr. Fyrstu 3 fjórðunga ársins 2002 námu vaxtagjöldin aðeins 23,8 ma.kr., samanborið við 32,5 ma.kr. á sama tíma árið áður.18 Í ljósi skuldasöfnunar þjóðarinnar í út- löndum árið á undan er þessi þróun eftirtektarverð, en hana má að mestu rekja til töluverðrar lækkunar vaxta, einkum skammtímavaxta, sem lántakendur nýttu sér með virkum hætti með því að stytta líftíma útistandandi lána, gengishækkunar krónunnar og gengislækkunar Bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum.19 Samdráttur í innflutningi fjárfestingarvöru og varan- legrar neysluvöru skýrir minna en helming hjöðnun- ar viðskiptahallans árið 2001 Þrátt fyrir verulegan samdrátt innflutnings fjár- festingarvöru og varanlegrar neysluvöru árið 2001 var hjöðnun þess hluta viðskiptahallans sem skýrist PENINGAMÁL 2003/1 83 18. Gengi krónunnar var að meðaltali u.þ.b. hið sama á báðum tímabilum. 19. Hlutdeild Bandaríkjadals í erlendum skuldum þjóðarbúsins er líklega nálægt því að vera 2/5, en hann vegur tæplega ¼ í hinni opinberu gengisvísitölu. Heimild: OECD. -3 -2 -1 0 1 2 3 0 10 20 30 40 -10 -20 % frá fyrra ári Útflutningsverð í erlendum gjaldmiðli Mynd 10 Ísland Kórea Noregur Mexíkó | Árafjöldi fyrir hámark | Hámark | Árafjöldi eftir hámark | Þegar viðskiptahalli er í hámarki og tímabilið fyrir og eftir 17. U.þ.b. fjórðung vaxtar útflutnings á árinu má rekja til aukinnar álfram- leiðslu, en á móti kemur aukinn innflutningur á hráefnum til álvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.