Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 51
Vilji seðlabankinn hins vegar ekki að inngripin hafi áhrif á laust fé í umferð og innlent vaxtastig, getur hann gripið til mótvægisaðgerða og stýft inn- gripin (e. sterilised intervention). Eins og sýnt er í rammagrein 1 dregur seðlabankinn þá lausa féð, sem hann setti út á markaðinn með upphaflegu gjaldeyris- kaupunum, út af markaðnum aftur með því að draga úr endurhverfum viðskiptum, þ.e. með því að selja innlend verðbréf í skiptum fyrir laust fé. Áhrif inn- gripanna á laust fé í umferð verða því engin. Það eina sem breytist er skipting eigna bankakerfisins í inn- lendar og erlendar eignir. Gjaldeyrisforði seðlabank- ans hefur aukist en á móti hefur innlend verðbréfa- eign hans dregist saman um sömu upphæð. Erlend verðbréfaeign innlánsstofnana hefur hins vegar minnkað á móti sambærilegri aukningu í innlendum eignum þeirra. Óumdeilt er meðal hagfræðinga að óstýfð inngrip hafa áhrif á gengi gjaldmiðla, að svo miklu leyti sem hefðbundnar markaðsaðgerðir hafa áhrif á gengi gjaldmiðla, enda um sömu aðgerðina að ræða út frá skuldahlið seðlabankans.2 Um áhrif stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla er hins vegar mun meiri óvissa. Hafi stýfð inngrip áhrif á gengi gjaldmiðla er í raun um þriðja hagstjórnartækið að ræða (fyrir utan stjórn peninga- og ríkisfjármála), þ.e.a.s. hægt er að ná fram efnahagslegum áhrifum (og þar á meðal breyt- ingu á gengi gjaldmiðla) eingöngu með því að breyta eignasamsetningu seðlabanka og þar með almenn- ings. Fræðilega er þetta ekki útilokað og hafa nokkrar mögulegar leiðir verið tilgreindar. 2.2. Áhrif stýfðra inngripa á gengi gjaldmiðla 2.2.1. Stýfð inngrip geta haft áhrif á áhættuálag innlendra verðbréfa Eins og áður hefur komið fram hafa stýfð inngrip áhrif á eignasamsetningu seðlabankans og almenn- ings. Með kaupum sínum á erlendum verðbréfum stækkar seðlabankinn gjaldeyrisforða sinn en á móti dregur úr innlendri verðbréfaeign hans. Þar sem magn útistandandi verðbréfa (innlendra og erlendra) hefur ekki aukist og eignamarkaðir verða að vera í jafnvægi á hverjum tíma, endurspeglast þessi breyt- ing í því að almenningur hefur aukið við eignir sínar í innlendum verðbréfum en á móti dregið úr sinni erlendu verðbréfaeign. Áhættuálag innlendra verð- bréfa gæti því aukist þar sem hlutfallslegt framboð innlendra verðbréfa miðað við erlend hefur aukist. Til þess að almenningur telji sig jafnsettan og áður, þarf að koma til verðrýrnun innlenda gjaldmiðilsins, þ.e. gengi hans þarf að lækka.3 Forsenda þess að slík eignasafnsáhrif séu fyrir hendi er að fjárfestar telja innlend og erlend verðbréf ekki fullkomlega jafngild, þ.e. ekki fullkomna staðkvæmd á milli þeirra.4 Telji þeir innlend og er- lend verðbréf fullkomlega sambærileg, skiptir þá engu máli hvað þeir eiga mikið af hvoru fyrir sig, það eina sem skiptir þá máli er heildareign þeirra í verðbréfum sem hefur ekkert breyst. Obstfeld og Rogoff (1996) benda jafnframt á að ófullkomin staðkvæmd á milli innlendra og erlendra verðbréfa sé ekki nægjanlegt skilyrði fyrir því að stýfð inngrip seðlabanka hafi áhrif á gengi gjald- miðla ef haft er í huga að efnahagsreikningur seðla- bankans er hluti af efnahagsreikningi hins opinbera. Aukin eign seðlabankans í innlendum verðbréfum vegna stýfðra inngripa til lækkunar á innlendum gjaldmiðli þýðir að útistandandi skuldir hins opin- bera hafa minnkað sem ætti að valda minnkandi skattbyrði almennings í framtíðinni að gefnum óbreyttum útgjöldum hins opinbera. Taki fjárfestar þetta með í reikninginn, ætti gengi innlends gjald- miðils ekki að þurfa að lækka þrátt fyrir að eign fjár- 50 PENINGAMÁL 2003/1 2. Gengi gjaldmiðla ræðst af fjölmörgum þáttum, sumum sem pen- ingastefnan hefur engin áhrif á eins og hráefnaverði, fjármagnsflæði og innlendri og erlendri framleiðniþróun og væntingum um alla þessa þætti. Peningastefnan er því aðeins einn af fjölmörgum ákvörðunar- þáttum gengis gjaldmiðla. Hátíðnisveiflur í gengi gjaldmiðla ráðast því mun meira af væntingum fjárfesta, nýjum upplýsingum og túlkun þeirra á markaði en af peningastefnunni. Til lengri tíma litið ætti gengi gjaldmiðla í meginatriðum hins vegar að ráðast af hlutfallslegu fram- boði þeirra verðmæta sem það mælir, þ.e. hlutfallslegu framboði peninga innanlands og erlendis. 3. Þetta eru svokölluð eignasafnsáhrif (e. portfolio balance effect). Sjá t.d. Branson og Henderson (1985). Aðgengilegt yfirlit er t.d. að finna í Sarno og Taylor (2001) og Weber (2001). Takið eftir því að gengis- lækkun innlenda gjaldmiðilsins þarf að vera nægilega mikil til að raunvirði innlendu verðbréfaútgáfunnar í hlutfalli við þá erlendu sé jafn mikið og áður. 4. Ástæða þess að fjárfestar telja innlend og erlend verðbréf ekki full- komlega sambærileg gæti verið markaðsbrestir á gjaldeyrismarkaði, t.d. að gjaldeyrisviðskipti séu að einhverju leyti heft eða að fjárfestar telja einhverjar líkur á að slíkum höftum verði komið á. Sömuleiðis gætu fjárfestar verið áhættufælnir og því fremur kosið innlend verð- bréf þar sem ávöxtun þeirra er háð minni áhættu en erlend verðbréf þar sem óvissa ríkir um þróun gengis gjaldmiðla. Staðkvæmd bréfanna gæti einnig verið ófullkomin þar sem greiðsluáhætta útgefenda bréf- anna er mismunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.