Peningamál - 01.02.2003, Side 45

Peningamál - 01.02.2003, Side 45
44 PENINGAMÁL 2003/1 eyrismarkað frábrugðinn gjaldeyrismörkuðum í öðrum löndum, þ.e. reglur um að viðskiptavaka væri skylt, ef óskað væri eftir, að eiga viðskipti fimm mín- útum eftir að hann hafði síðast átt viðskipti og reglur um verðbil í viðskiptum. Þá var það mat Seðlabank- ans að ekki væri tímabært að aflétta þessum kvöðum vegna þess þrýstings sem þá var á markaðnum. Í lok desember 2002 breytti bankastjórn Seðlabankans hins vegar reglum um gjaldeyrismarkað á þann veg að þessi tvö atriði voru felld út og því metur bankinn það svo að reglur um gjaldeyrismarkað séu í megin- atriðum sambærilegar við erlendar reglur eða venjur á slíkum mörkuðum. Ekki hefur verið hægt að merkja á hegðun viðskiptavaka eftir breytinguna að hún hafi raskað miklu, a.m.k. er verðbil óbreytt og sveiflur áþekkar. Hafa verður þó í huga að sveiflur á gengi eru jafnan mestar þegar mikið ójafnvægi ríkir í framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri en þrátt fyrir að slíkt ástand hafi komið fram í lok janúar varð ekki vart við stórvægilegar breytingar á hegðun viðskipta- vaka á markaðnum. Þörf fyrir fyrirgreiðslu í Seðlabanka lítil ... Meiri aga hefur orðið vart í lausafjárstýringu hjá helstu lánastofnunum að undanförnu. Notkun dag- lána í Seðlabankanum hefur minnkað og þörf fyrir daglán til að loka uppgjöri í greiðslukerfum hefur minnkað mikið. Ekki er loku fyrir það skotið að breytingar á fyrirkomulagi greiðslumiðlunar sem lýst er hér síðar hafi þar áhrif. Þrátt fyrir betri stýringu og ótakmarkaðan aðgang að endurhverfum viðskiptum hafa vextir á millibankamarkaði með krónur verið óvenju háir í janúar og eru skýringar fáar. Einhver lánsfjárþörf virðist vera til staðar hjá einstökum aðilum en staða annarra virðist vera rúm og af ein- hverjum ástæðum næst ekki betra jafnvægi. Hugsan- legt er að ólíkt mat á horfum hafi áhrif og eins gæti minna svigrúm á bindireikningum haft einhver óbein áhrif. Eins og sjá má á mynd 4 hafa vextir á krónu- markaði almennt fylgt vaxtabreytingum Seðla- bankans síðan um miðjan maí 2002. ... en breytingar urðu á fyrirkomulagi greiðslu- miðlunar um áramót Fyrir áramótin var gengið frá samningum við lána- stofnanir sem aðgang hafa að greiðslukerfum hér- lendis. Þessir samningar eru í samræmi við þá stefnu Seðlabankans að færa greiðslukerfi til þess horfs sem samræmist alþjóðlegum stöðlum á þessu sviði, svo- kölluðum 10 kjarnareglum (sjá greinina „Greiðslu- kerfi – ný viðmið“ í fjórða hefti Peningamála árið 2000). Með samningunum við lánastofnanir var gengið frá tryggingum vegna uppgjörs í greiðslu- kerfunum tveimur, jöfnunarkerfinu (JK) og stór- greiðslukerfi Seðlabankans. Tryggingar í JK byggjast á því að aðilar komi sér saman um tvíhliða mörk á uppgjörsfjárhæðum og ábyrgist uppgjör hæstu markanna. Þar með næðist að ljúka uppgjöri þótt sá aðili sem hæsta hefur skuldina bregðist, sem er í sam- ræmi við fimmtu kjarnaregluna. Tryggingar í stór- greiðslukerfi Seðlabankans byggjast á því að fyrir liggi nægar tryggingar til að hægt sé að ljúka megin- hluta daglegra færslna í kerfinu án sérstakra aðgerða. Stórgreiðslukerfi Seðlabankans er að því leyti frá- brugðið JK að færslur eru ekki framkvæmdar ef staða reiknings eftir færslu yrði neikvæð. Ef staða reikn- ings að viðbættri heimild, sem er jafngild framlagðri tryggingu, leyfir ekki að færsla sé framkvæmd þarf því að leggja fram viðbótartryggingu til að hægt sé að framkvæma færslu. Til að byrja með ákvað Seðlabankinn að aðilum að stórgreiðslukerfinu væri heimilt að taka frá hluta af bindifjárhæð og leggja á sérstakan bindireikning til tryggingar uppgjöri. Fé á sérstökum bindireikningum er ekki laust til ráðstöf- unar eins og fé er almennt á bindireikningum. Til við- bótar er síðan hægt að leggja fram tryggingar með skuldabréfum. Um það bil helmingur fjár á bindi- reikningum er því um þessar mundir á sérstökum bindireikningum og nýtist því lánastofnunum ekki til sveiflujöfnunar eins og fé á bindireikningum er að J F M A M J J Á S O N D | J 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 % Mynd 4 Vextir á krónumarkaði og stýrivextir Seðlabankans Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 3. janúar 2002 - 31. janúar 2003 Stýrivextir REIBOR 1 mán. REIBOR 3 mán.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.