Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 21
Seðlabankans fyrir þetta ár er svipuð spám sér- fræðinga á fjármálamarkaði, eins og kemur fram í rammagrein 2 á bls. 19, en spá bankans fyrir næsta ár er nokkru lægri. Ástæður þess að verðbólga helst tiltölulega lítil út spátímabilið eru nokkrar. Gengi krónunnar helst hátt og atvinnuleysi framan af tímabilinu er nokkru meira en líklegt er að lág og stöðug verðbólga krefjist. Framleiðsluspenna er hverfandi og ágætt jafnvægi virðist ríkja í þjóðarbúskapnum, sérstaklega á árinu 2004, en þróun á vinnumarkaði og fleira bendir til nokkurs slaka á þessu ári. Sé litið lengra fram á veginn eru hins vegar nokkrar blikur á lofti. Verð- bólga gæti aukist tiltölulega hratt bregðist peninga- stefnan ekki við þegar áhrifa umsvifa í tengslum við stóriðjuframkvæmdir fer að gæta af auknum þunga. Nánar er fjallað um áhrif framkvæmdanna og mögu- leg viðbrögð við þeim í viðauka. Töluverð óvissa ríkir um gengisþróunina... Einn mesti óvissuþátturinn í verðbólguspánni er þróun gengis krónunnar. Gengið hefur hækkað tölu- vert undanfarið og þær raddir heyrast að það sé orðið of hátt miðað við ytri skilyrði þjóðarbúsins. Líklegt er að gengishækkunin sé að hluta til sprottin af væntingum fjárfesta um áhrif stóriðjuframkvæmda á gengi krónunnar á næstu árum. Markaðsaðilar kunna þó að ofmeta áhrifin, t.d. hafi þeir ekki gert sér fulla grein fyrir því að meginþungi framkvæmda og gjald- eyrisinnstreymis verður ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Þá er einnig hugsanlegt að þeir vanmeti undirliggjandi slaka sem þróast hefur í hagkerfinu á síðustu mánuðum. Breytist væntingar fjárfesta gæti gengi krónunnar veikst aftur. Þegar nær dregur stór- iðjuframkvæmdunum má hins vegar ætla að líkur á gengishækkun krónunnar aukist. Á móti kemur að líklegt er að styrkingin verði talin tímabundin og það ætti á framsýnum markaði að draga úr hversu mikil hún verður. ... og um horfur í heimsbúskapnum Óvissan í heimsbúskapnum er einnig mikil. Efna- hagsbatinn er hægari en vænst var og hugsanleg stríðsátök í Írak auka á óvissuna. Olíuverð hefur hækkað nokkuð undanfarið vegna vaxandi hættu á stríðsátökum, en yfirlýsing OPEC-ríkja um aukna olíuframleiðslu gæti haldið hækkunum í skefjum. Innlend eftirspurn næstu mánaða kynni að vera ofmetin en vanmetin til lengri tíma litið Frá því að Seðlabankinn birti síðustu verðbólguspá sína hafa vísbendingar um slaka á innlendum vinnu- markaði orðið ljósari og horfurnar á þessu ári versn- að. Þetta á sinn þátt í því að nú er spáð minni verð- bólgu á þessu ári en í nóvember. Hugsanlegt er hins vegar að þjóðarbúskapurinn sé enn veikari en gert er ráð fyrir í meginspánni. Verði meiri slaki á vinnu- markaði en gert er ráð fyrir í spánni mun það hafa áhrif á innlenda eftirspurn, t.d. eftirspurn eftir hús- næði. Dragi úr eftirspurn eftir húsnæði gæti það leitt til lægra húsnæðisverðs og haft viðbótaráhrif á eigna- stöðu heimila. Þótt ákveðin rök séu fyrir því að innlend eftirspurn geti orðið veikari en reiknað er með í spánni virðist hættan á því vart nægilega mikil til þess að ástæða sé til að taka sérstaklega tillit til þess í áhættumatinu. Verð íbúðarhúsnæðis hefur til dæmis hækkað hratt að undanförnu, eins og áður hefur komið fram, sem bendir ekki til þess að umskipti séu í nánd á húsnæðismarkaði. Hins vegar má færa rök fyrir því að meiri líkur séu á að verðbólgan verði meiri en spáð á síðari hluta spátímabilsins en að hún verði minni, þ.e.a.s. að innlend eftirspurn verði öflugri en gert er ráð fyrir í meginspánni, t.d. ef opinberar framkvæmdir yrðu meiri en gert er ráð fyrir. Alþingiskosningar eru á þessu ári og áhrif stóriðjuframkvæmda á væntingar heimila og fyrirtækja gætu orðið meiri en reiknað er með. Nokkur óvissa er einnig um umsamdar launa- hækkanir á næsta ári, því að kjarasamningar stærstu launþegahópa á almennum vinnumarkaði eru lausir um og upp úr næstu áramótum. Spáóvissan samhverf til skamms tíma en meiri líkur eru á frávikum upp á við til lengri tíma litið Á heildina litið virðast svipaðar líkur á því að verð- bólga eitt ár fram í tímann verði minni en í meginspá bankans og að hún verði meiri. Óvissa um gengis- þróun og framvindu alþjóðlegra efnahagsmála er mikil, en ekki verður fullyrt hvort líklegra sé að frá- vikin hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á verðbólguna. Þótt líklegra sé að lægðin í innlendri eftirspurn sé vanmetin til skamms tíma, virðist ekki ástæða til að hliðra óvissumatinu niður á við að þessu sinni. Hins vegar eru taldar meiri líkur á að eftir tvö ár verði verðbólga meiri en í meginspánni en að hún verði minni. Er þá litið til hugsanlegs vanmats á áhrifum 20 PENINGAMÁL 2003/1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.