Peningamál - 01.02.2003, Síða 28

Peningamál - 01.02.2003, Síða 28
PENINGAMÁL 2003/1 27 málum sem miðar að stöðugu verðlagi eða lítilli verð- bólgu getur gegnt því hlutverki, með því að bregðast við neikvæðum eftirspurnarskellum með slökun. A.m.k. þrjár ástæður eru fyrir því að heppilegt er að stefna að lítilli verðbólgu fremur en engri. Í fyrsta lagi er bjögun í mælingu vísitölu neysluverðs vegna gæða- og samsetningarbreytinga, þ.e.a.s. slíkar breytingar koma fram sem verðhækkun í vísitölu. Almennt er talið að bjögunin sé á bilinu ¼-1%.3 Mæld verðbólga á því bili samsvarar því í raun stöðugu verðlagi. Önnur ástæða er að verðhlutföll og raunlaun verða tregbreyt- anlegri við mjög lága verðbólgu og það getur valdið óþarfa framleiðslutapi og atvinnuleysi. Þriðja ástæðan er að lítils háttar verðbólga dregur úr líkum þess að hagkerfi lendi í verðhjöðnun fyrir mistök. Ekki má hins vegar ganga of langt í þessum efnum því að raun- veruleg verðbólga er einnig kostnaðarsöm fyrir hag- kerfið. Af þessum sökum telja margir að seðlabankar með verðbólgumarkmið skuli ekki stefna á lægri verð- bólgu en 1% og yfirleitt ekki hærri en 3%. Hvað er til ráða ef verðhjöðnun grefur um sig? Al- mennt séð er ráðið að örva eftirspurn nægilega mikið til að slakinn í hagkerfinu hverfi. Í flestum tilfellum á það að vera hægt með slökun í peningamálum. Það kann þó að vera flókið ef seðlabankavextir eru þegar komnir í núll, eins og raunin er í Japan. En flóknara verður það ef miðlun peningastefnunnar er að hluta heft vegna vandræða í bankakerfinu, þannig að aukn- ing á grunnfé seðlabankans skilar sér ekki í breiðar peningastærðir þar sem bankar hvorki vilja né geta aukið útlán. Þetta kann að eiga við um Japan.4 Fræði- lega séð ætti seðlabanki að geta framkallað verðbólgu, en hann kann að þurfa að nota til þess óhefðbundnar aðferðir, með því t.d. að kaupa langtímaskuldabréf, hlutabréf eða fjármagna beint eyðslu ríkissjóðs, svo að dæmi séu tekin.5 Um þessar mundir er verðhjöðnun aðallega bundin við Japan, Hong Kong og Kína.6 Verðhjöðnun hefur ekki grafið um sig í neinu þróuðu ríki utan Japans og spár gera ekki ráð fyrir að svo verði á næstunni. Þannig hækkaði neysluverð um 1,6% milli ára í Bandaríkjunum í fyrra og skv. Consensus Forecasts spá mun neysluverðlag hækka um 2,2% á þessu ári.7 Í Þýskalandi, sem nokkuð hefur verið rætt um að eigi verðhjöðnun á hættu, hækkaði vísitala neysluverðs um 1,3% í fyrra og meðalspá fyrir árið í ár er 1,2%, en lægsta spá er 0,5%.8 1998 1999 2000 2001 2002 0,0 1,0 2,0 3,0 -1,0 -2,0 -3,0 -4,0 % Japan Kína Hong Kong Verðhjöðnun milli ára í Japan, Kína og Hong Kong 1998-2002 Heimildir: EcoWin, Seðlabanki Íslands. Verðbólga milli ára í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss 1998-2002 1998 1999 2000 2001 2002 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 % USA Þýskaland Sviss Breyting neysluverðs milli ára Breyting neysluverðs milli ára 3. Athuganir og umræður innan OECD hafa bent til að bjögunin sé meiri í Bandaríkjunum en í flestum Evrópuríkjum. Ekki hefur verið lagt mat á bjögunina hér á landi en talið er að hún sé í neðri mörkum, m.a. sakir þess að tiltölulega oft er skipt um grunn vísitölunnar. 4. Á árinu 2002 jókst grunnfé í Japan um heil 19,5%. Útlán drógust hins vegar saman um 4,7% og breitt peningamagn (M3) jókst aðeins um 2,2%. 5. Bernanke (2002) fjallar um þá möguleika sem seðlabankar hafa til að forðast verðhjöðnun og komast út úr henni. 6. Neysluverð lækkaði einnig í Singapore á síðasta ári. Of snemmt er hins vegar að kveða upp úr að þar sé eiginleg verðhjöðnun orðin staðreynd. 7. Consensus Forecasts, janúar 2003. 8. Sama heimild.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.