Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 49

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 49
2. Inngrip seðlabanka á gjaldeyrismörkuðum Aðgerðir seðlabanka í peningamálum endurspeglast ávallt í breytingum á efnahagsreikningi bankans, þ.e. í samsetningu hans og stærð. Mikilvægustu aðgerðir bankans í peningamálum felast í breytingum á fjár- mögnunarkostnaði fjármálakerfisins, þ.e. breyting- um á jaðarkostnaði nýrrar fjármögnunar þess. Þetta gerir bankinn með markaðsaðgerðum sínum sem fel- ast í því að hann breytir vöxtum sem fjármálastofn- unum bjóðast í endurhverfum viðskiptum við bank- ann. Vilji bankinn t.d. auka laust fé í umferð í fjár- málakerfinu með það fyrir augum að auka umsvif í hagkerfinu, lækkar hann vexti sína í endurhverfum viðskiptum (þ.e. stýrivexti sína), sem gerir skamm- tímafjármögnun fjármálakerfisins hjá bankanum ódýrari. Það eykur að öðru óbreyttu eftirspurn eftir lausu fé. Vaxtalækkunin eykur síðan almenna eftir- spurn í hagkerfinu sem að lokum eykur verðbólgu (nánari umfjöllun um miðlunarferli peningastefn- unnar er að finna í grein eftir Þórarin G. Pétursson, 2001). Með þessum aðgerðum stuðlar seðlabankinn að því að framboð innlends gjaldmiðils í hlutfalli við aðrar myntir eykst sem ætti að öðru óbreyttu að rýra verðmæti innlenda gjaldmiðilsins í hlutfalli við aðra gjaldmiðla, þ.e. gengi hans gagnvart öðrum myntum ætti að lækka (enda gengi gjaldmiðla skilgreint sem hlutfallslegt verð gjaldmiðla). Eins og sýnt er í rammagrein 1 getur seðlabanki náð fram sömu áhrifum með beinum inngripum á innlendum gjaldeyrismarkaði, þ.e. með kaupum á er- lendum gjaldeyri (þ.e. innstæðum í erlendri mynt) í skiptum fyrir innlendan gjaldmiðil í stað þess að skipta á innlendum gjaldmiðli og innlendum verð- bréfum sem hann gerir með hefðbundnum mark- aðsaðgerðum. Áhrifin eru þau sömu, virði innlenda gjaldmiðilsins lækkar og peningamagn í umferð eykst, sem veldur því að markaðsvextir lækka. Áhrif peningastefnunnar eru þannig þau sömu og því er í raun um eitt og sama stjórntæki peningamála að ræða, þ.e. seðlabankinn getur annaðhvort lækkað stýrivexti sína beint eða keypt gjaldeyri á gjaldeyris- markaði. Í báðum tilvikum eykst laust fé í umferð, vextir lækka og umsvif í hagkerfinu aukast. 2.1. Stýfð og óstýfð inngrip Þau inngrip sem fjallað var um hér að framan eru kölluð óstýfð inngrip (e. unsterilised intervention), þ.e. seðlabankinn grípur ekki til neinna mótvægis- aðgerða til að koma í veg fyrir að inngrip hans hafi áhrif á stærð efnahagsreiknings hans. Inngripin hafa þannig óhjákvæmilega áhrif á hagkerfið og þar með á gengi innlends gjaldmiðils. Það er hins vegar lykil- atriði að áhrifin á gengi innlenda gjaldmiðilsins koma ekki til vegna inngripanna sjálfra (ekki nema að litlu leyti, meðan áhrif viðskiptanna sjálfra á markaðnum vara, eins og fjallað er um síðar), heldur vegna áhrifa inngripanna á laust fé í umferð og inn- lent vaxtastig. 48 PENINGAMÁL 2003/1 Vilji Seðlabankinn auka við laust fé í umferð lækkar bankinn stýrivexti sína sem veldur því að jaðarfjár- mögnun fjármálakerfisins í gegnum bankann verður ódýrari og eftirspurn eftir lausu fé eykst að öðru óbreyttu.1 Þetta endurspeglast í efnahagsreikningum Seðlabankans og bankakerfisins í heild (þ.e. Seðla- bankans og innlánsstofnana). Meðfylgjandi tafla sýnir einfalt dæmi um það hvernig þetta getur gerst. Eign Seðlabankans í innlendum verðbréfum, sem innláns- stofnanir nota sem andlag viðskiptanna við Seðla- bankann, eykst um 1 m.kr.2 Andvirði þess í formi endurhverfs láns er lagt inn á reikning innlánsstofnana í Seðlabankanum, þannig að grunnfé (seðlar og mynt í umferð og innstæður innlánsstofnana í Seðlabank- anum) eykst sem því nemur. Á móti minnkar eign innlánsstofnana í innlendum verðbréfum um 1 m.kr. þar sem Seðlabankinn eignast þessi verðbréf tíma- Rammagrein 1 Áhrif inngripa á gjaldeyrismarkaði á efnahagsreikninga bankakerfisins 1. Nánari umfjöllun um fyrirkomulag endurhverfra viðskipta við bankann er að finna í grein eftir Yngva Ö. Kristinsson (2000). 2. Eins og endurhverf viðskipti Seðlabankans eru bókfærð eru það í raun kröfur Seðlabankans á lánastofnanir sem aukast um 1 m.kr. fremur en innlend verðbréfaeign hans. Að sama skapi eru það kröfur innlánsstofnana á innlenda aðila sem dragast saman um 1 m.kr., fremur en innlend verðbréfaeign þeirra. Lýsingin er höfð svona til að gæta samhengis við megintextann sem er hefðbundin lýsing á áhrif- um aðgerða í peningamálum á efnahagsreikning seðlabanka. Efnahagslega eru áhrifin nákvæmlega þau sömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.