Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 69
68 PENINGAMÁL 2003/1
því hvort þau voru framkvæmd fyrir eða eftir víkkun
vikmarka árið 2000 og afnám þeirra 2001. Sem dæmi
má nefna eru áhrif tiltölulega lítilla inngripa sem ná t.d.
einungis yfir einn dag og eru framkvæmd fyrir víkkun
vikmarka árið 2000 β00 en áhrif sambærilegra inngripa
eftir að gengi krónunnar fór á flot β00+β01+β02. Með
sama hætti eru áhrif inngripa sem vara í þrjá daga sam-
fleytt og nema stærri upphæð en meðalupphæð inn-
gripa eftir að gengi krónunnar fór á flot β00+β01+β02
+β1+β2. Ef inngripin ná að styrkja gengi krónunnar eða
draga úr veikingu hennar ætti samtala stikanna í
hverju tilfelli fyrir sig að vera jákvæð. Að lokum er
gefinn möguleiki á því að víkkun vikmarka árið 2000
og afnám þeirra 2001 hafi haft bein áhrif á gengis-
vísitöluna, þótt ekki sé líklegt að slík áhrif séu fyrir
hendi. Sömuleiðis er gefinn möguleiki á því að gengis-
breytingar séu að meðaltali frábrugðnar fyrsta við-
skiptadag eftir frídaga.
Seinni jafnan lýsir ákvörðun gengisflökts krón-
unnar sem látið er ráðast af sömu þáttum og breytingar
gengisvísitölunnar sjálfrar. EGARCH-líkanið gefur
möguleika á því að gengisstyrking og -veiking hafi
mismunandi áhrif á flökt gengisvísitölunnar. Ef γ2 > 0
eykur gengislækkun flökt gengisvísitölunnar meira en
gengishækkun. Þetta gæti t.d. endurspeglað trú mark-
aðsaðila á því að Seðlabankanum væri verr við gengis-
lækkanir en -hækkanir. Fræðileg líkön gefa til kynna
að θ < 0 þar sem áhrif undirliggjandi efnahagsþátta á
gengi gjaldmiðla innan vikmarka fara minnkandi eftir
því sem gengið nálgast vikmörkin (sjá t.d. Brandner,
Grech og Stix, 2001). Einnig má búast við því að flökt
krónunnar hafi aukist þegar vikmörkin voru víkkuð og
loks afnumin 2001. Erlendar rannsóknir benda einnig
til þess að flökt í gengi gjaldmiðla aukist í kjölfar opn-
unar markaða eftir frídaga þar sem upplýsingar hafa
safnast upp sem síðan er verslað út á þegar markaðir
eru opnaðir aftur. Áhrif inngripa á flökt gengisvísi-
tölunnar túlkast með sama hætti og áhrif inngripa á
gengisvísitöluna sjálfa.
Taflan sýnir lokamat EGARCH-líkansins. Ein-
ungis endanlegt mat er sýnt, þ.e. þar sem ómarktækir
stikar hafa verið fjarlægðir (staðalfrávik, leiðrétt með
aðferð Bollerslevs og Wooldridge, eru í sviga).
Matið á endanlega líkaninu gefur til kynna að
gengi krónunnar veikist að meðaltali daginn eftir inn-
grip Seðlabankans til styrkingar krónunni. Það gefur til
kynna að inngripin hafi ekki náð að koma í veg fyrir
veikingu krónunnar. Þó virðist það vænlegra til árang-
urs ef inngripin eru stór eða ná yfir nokkra daga. Áhrif-
in á flökt krónunnar eru nokkuð mismunandi eftir því
hvort inngripin eru fyrir eða eftir víkkun og afnám vik-
marka. Fyrir víkkun vikmarka virðist sem stór inngrip
hafi náð að draga úr flökti en eftir víkkun þeirra hafa
inngrip að meðaltali aukið gengisflökt, þó minna eftir
að krónan fór á flot. Áhrifin á flökt eru áfram minni ef
inngripin eru tiltölulega stór.
Mat á EGARCH-líkani fyrir gengisvísitölu 1. janúar 1998 - 31. desember 2001
Stikar Skýringar Stikamat
α0 Fasti í gengisjöfnu ............................................................................................................... 0,013 (0,006) **
β00 Áhrif inngripa á gengi ......................................................................................................... -0,201 (0,047) ***
β1 Viðbótaráhrif inngripa ef inngrip ná yfir þrjá daga............................................................. 0,099 (0,018) ***
β2 Viðbótaráhrif inngripa ef inngrip eru stór ........................................................................... 0,106 (0,049) **
ω0 Fasti í flöktjöfnu .................................................................................................................. -1,719 (0,333) ***
ω2 Viðbótarflökt eftir að gengi krónunnar fer á flot ................................................................ 1,086 (0,269) ***
γ1 Áhrif gengisbreytinga á flökt .............................................................................................. 0,412 (0,087) ***
γ2 Ósamhverf áhrif gengisbreytinga á flökt............................................................................. 0,194 (0,065) ***
γ3 Tafin flöktáhrif..................................................................................................................... 0,557 (0,103) ***
λ01 Viðbótaráhrif inngripa eftir víkkun vikmarka ..................................................................... 2,234 (0,695) ***
λ02 Viðbótaráhrif inngripa eftir að krónan fer á flot ................................................................. -1,032 (0,611) *
λ2 Viðbótaráhrif inngripa ef inngrip eru stór ........................................................................... -0,812 (0,199) ***
log L ............................................................................................................................................. -56,929
Staðalfrávik leiðrétt með aðferð Bollerslevs og Wooldridge í svigum. *** (**) [*] táknar marktækan stika frá núlli miðað við 1% (5%) [10%]
öryggismörk.