Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 77
76 PENINGAMÁL 2003/1
sama tíma og þjónustutekjur af veru Bandaríkjahers
hér á landi hafa minnkað.10 Rétt er að hafa í huga að
umtalsverð þjónustuviðskipti tengjast meiri háttar
fjárfestingu og eru því töluvert sveiflukennd. Oft
hefur þó uppsveifla í þjónustugjöldum haldist í hen-
dur við uppsveiflu í þjónustutekjum, sem meðal
annars má rekja til viðskipta erlendra verktaka við
innlenda undirverktaka.
Hallinn á jöfnuði þáttatekna, sem nam 3% og
3,7% af landsframleiðslu árin 2000 og 2001, hefur
hins vegar stundum orðið meiri. Á tímabilunum
1982-1986 og 1989-1990 var jöfnuður þáttatekna
óhagstæður um 3% af landsframleiðslu að meðaltali
og um 4½% af landsframleiðslu þegar hann varð
mestur árið 1984. Hrein erlend staða þjóðarbúsins
var á þessum árum nokkru betri en á sl. ári. Þung
vaxtabyrði þá skýrist því af hærri erlendum vöxtum.
Á sl. ári nutu landsmenn hins vegar hagstæðra vaxta
erlendis og virðast hafa brugðist hratt við aðstæðum
að notfæra sér þá erlendu vexti sem voru hagstæð-
astir um þær mundir, þ.e.a.s. með því að stytta í líf-
tíma útistandandi lána. Gagnstætt því sem búast
hefði mátt við í ljósi vaxandi stofns skulda minnkaði
því hallinn á jöfnuði þáttatekna í hlutfalli við lands-
framleiðslu í fyrra.11
Aukin neysla skýrir tæplega helming aukins halla á
vöruskipta- og þjónustujöfnuði árin 1998-2000
Eins og getið var um að framan eru líkur á samdrátt-
arskeiði í kjölfar mikils viðskiptahalla því minni sem
stærri hluti hans skýrist af fjármunamyndun en ekki
ósjálfbærri uppsveiflu í neyslu. Ein leið til að bregða
mælistiku á framlag fjárfestingar annars vegar og
neyslu hins vegar er að skoða hvernig hlutfall þes-
sara þátta í landsframleiðslunni hefur breyst í saman-
burði við jöfnuð vöru- og þjónustuviðskipta. Árið
1997 er ágætt að leggja til grundvallar, því að þá var
þokkalegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Eftirspurn
var nokkurn veginn í samræmi við framleiðslugetu,
jöfnuður á viðskiptum með vöru og þjónustu (afgan-
gur nam um 0,6% af vergri landsframleiðslu), en
lítils háttar viðskiptahalli stafaði af neikvæðum
jöfnuði þáttatekna. Þá var fjárfesting sem hlutfall af
11. Hækkun gengis krónunnar um 3% á milli ára, að meðaltali, sem olli
nokkurri lækkun á stofni erlendra skulda í krónum mælt, átti þar
aðeins lítinn hlut að máli.
Mynd 2
1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002
0
2
4
6
-2
-4
-6
-8
-10
-12
%
Jöfnuður þáttatekna
Vöru- og þjónustujöfnuður
Rekstrarframlög
Samsetning viðskiptahallans 1984-2002
Hlutföll af VLF
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Tafla 1 Jöfnuður vöruskipta, þjónustu og þáttatekna
1.-3. ársfj.
Ma.kr. á verði hvers árs 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
Vöruskiptajöfnuður............ 13.356 1.201 254 -25.019 -22.382 -37.480 -6.123 10.745
Þjónustujöfnuður................ 3.169 1.880 2.977 -822 -6.934 -9.525 2.275 2.739
Jöfnuður þáttatekna............ -12.829 -11.317 -12.116 -12.647 -12.567 -19.353 -25.086 -12.540
Tafla 2 Áætluð hlutdeild útgjaldaliða í vergri
landsframleiðslu.
Prósent af vergri
landsframleiðslu 1997 1998-2000 Breyting
Fjárfesting 20,2 23,5 3,3
Neysla 79,2 81,8 2,6
Einkaneysla 57,2 58,6 1,4
Samneysla 22,0 23,2 1,3
Alls 99,3 105,3 6,0
10. Tekjur af varnarliðinu námu u.þ.b. 8% útflutningstekna í byrjun 9.
áratugarins, en 4½% árið 2000.