Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 77

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 77
76 PENINGAMÁL 2003/1 sama tíma og þjónustutekjur af veru Bandaríkjahers hér á landi hafa minnkað.10 Rétt er að hafa í huga að umtalsverð þjónustuviðskipti tengjast meiri háttar fjárfestingu og eru því töluvert sveiflukennd. Oft hefur þó uppsveifla í þjónustugjöldum haldist í hen- dur við uppsveiflu í þjónustutekjum, sem meðal annars má rekja til viðskipta erlendra verktaka við innlenda undirverktaka. Hallinn á jöfnuði þáttatekna, sem nam 3% og 3,7% af landsframleiðslu árin 2000 og 2001, hefur hins vegar stundum orðið meiri. Á tímabilunum 1982-1986 og 1989-1990 var jöfnuður þáttatekna óhagstæður um 3% af landsframleiðslu að meðaltali og um 4½% af landsframleiðslu þegar hann varð mestur árið 1984. Hrein erlend staða þjóðarbúsins var á þessum árum nokkru betri en á sl. ári. Þung vaxtabyrði þá skýrist því af hærri erlendum vöxtum. Á sl. ári nutu landsmenn hins vegar hagstæðra vaxta erlendis og virðast hafa brugðist hratt við aðstæðum að notfæra sér þá erlendu vexti sem voru hagstæð- astir um þær mundir, þ.e.a.s. með því að stytta í líf- tíma útistandandi lána. Gagnstætt því sem búast hefði mátt við í ljósi vaxandi stofns skulda minnkaði því hallinn á jöfnuði þáttatekna í hlutfalli við lands- framleiðslu í fyrra.11 Aukin neysla skýrir tæplega helming aukins halla á vöruskipta- og þjónustujöfnuði árin 1998-2000 Eins og getið var um að framan eru líkur á samdrátt- arskeiði í kjölfar mikils viðskiptahalla því minni sem stærri hluti hans skýrist af fjármunamyndun en ekki ósjálfbærri uppsveiflu í neyslu. Ein leið til að bregða mælistiku á framlag fjárfestingar annars vegar og neyslu hins vegar er að skoða hvernig hlutfall þes- sara þátta í landsframleiðslunni hefur breyst í saman- burði við jöfnuð vöru- og þjónustuviðskipta. Árið 1997 er ágætt að leggja til grundvallar, því að þá var þokkalegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Eftirspurn var nokkurn veginn í samræmi við framleiðslugetu, jöfnuður á viðskiptum með vöru og þjónustu (afgan- gur nam um 0,6% af vergri landsframleiðslu), en lítils háttar viðskiptahalli stafaði af neikvæðum jöfnuði þáttatekna. Þá var fjárfesting sem hlutfall af 11. Hækkun gengis krónunnar um 3% á milli ára, að meðaltali, sem olli nokkurri lækkun á stofni erlendra skulda í krónum mælt, átti þar aðeins lítinn hlut að máli. Mynd 2 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 0 2 4 6 -2 -4 -6 -8 -10 -12 % Jöfnuður þáttatekna Vöru- og þjónustujöfnuður Rekstrarframlög Samsetning viðskiptahallans 1984-2002 Hlutföll af VLF Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla 1 Jöfnuður vöruskipta, þjónustu og þáttatekna 1.-3. ársfj. Ma.kr. á verði hvers árs 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Vöruskiptajöfnuður............ 13.356 1.201 254 -25.019 -22.382 -37.480 -6.123 10.745 Þjónustujöfnuður................ 3.169 1.880 2.977 -822 -6.934 -9.525 2.275 2.739 Jöfnuður þáttatekna............ -12.829 -11.317 -12.116 -12.647 -12.567 -19.353 -25.086 -12.540 Tafla 2 Áætluð hlutdeild útgjaldaliða í vergri landsframleiðslu. Prósent af vergri landsframleiðslu 1997 1998-2000 Breyting Fjárfesting 20,2 23,5 3,3 Neysla 79,2 81,8 2,6 Einkaneysla 57,2 58,6 1,4 Samneysla 22,0 23,2 1,3 Alls 99,3 105,3 6,0 10. Tekjur af varnarliðinu námu u.þ.b. 8% útflutningstekna í byrjun 9. áratugarins, en 4½% árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.