Peningamál - 01.02.2003, Side 61

Peningamál - 01.02.2003, Side 61
dala í einu. Eftir breytingu peningastefnunnar 27. mars 2001 hafði bankinn ekki afskipti af gjald- eyrismarkaðnum um sinn en reyndi síðar að koma í veg fyrir frekari veikingu krónunnar með inngripum. Aðkoma bankans að gjaldeyrismarkaðnum hafði breyst í grundvallaratriðum frá því sem áður var þannig að hann átti einungis viðskipti þegar mark- aðurinn var mjög aðþrengdur, gengi krónunnar undir þrýstingi og sveiflur miklar. Aðkoman byggðist ekki lengur á viðskiptavakt Seðlabankans enda viðskipta- vakar færir um að sjá um það sjálfir. Þetta endur- speglaðist í færri og stærri viðskiptum bankans í hvert skipti fyrir sig, eins og sést í töflu 2. Seðlabank- inn átti nú eingöngu viðskipti 13% viðskiptadaga tímabilsins og var nú hlutfallslega oftar á söluhlið markaðarins en áður. Hver viðskipti voru stærri og bankinn seldi gjaldeyri nokkrum sinnum á tímabilinu fyrir upphæðir sem jafngilda meira en 2½ ma.kr. og í einu tilfelli meira en 3½ ma.kr. Þessi breytta aðkoma bankans endurspeglar að stóran hluta þessa tímabils var Seðlabankinn að leitast við að verja gengi krón- unnar sem kallaði á stærri upphæðir í hverjum viðskiptum. Seðlabankinn greip síðast inn í mark- aðinn með þessum hætti 12. október 2001. Fimmta tímabilið hófst 13. október 2001 og stendur enn. Seðlabankinn hefur á þessu tímabili átt viðskipti við viðskiptavaka en ekki með beinum inn- gripum, enda hefur þróun á gjaldeyrismarkaði ekki kallað á inngrip. Nánar er fjallað um þessi viðskipti í rammagrein 3. 60 PENINGAMÁL 2003/1 Frá því að Seðlabankinn fór inn á gjaldeyrismarkað sumarið 2000 til október 2001 voru flest viðskipti hans við viðskiptavaka bein inngrip á gjaldeyrismarkaði, þ.e. bankinn hringdi í alla viðskiptavaka í einu til að eiga við þá viðskipti í þeim tilgangi að hafa áhrif á gengi krónunnar. Í nokkur skipti hefur bankinn átt sérstök viðskipti við viðskiptavaka. Í desember 2001 seldi Seðlabankinn einum viðskiptavaka 10 milljónir Bandaríkjadala og öðrum 38½ milljón Bandaríkjadala nokkrum dögum seinna. Um leið og Seðlabankinn átti síðari viðskiptin gerði hann samsvarandi gjaldeyrisskiptasamning við viðskiptavakann sem skiptist í fjóra jafna hluta sem gerðir voru til eins, tveggja, þriggja og fjögurra mánaða. Seðlabankinn keypti Bandaríkjadali og seldi þá framvirkt. Þetta er eina tilvikið þar sem Seðla- bankinn hefur formlega stýft inngrip sín á gjaldeyris- markaði. Í lok ágúst 2002 seldi Seðlabankinn við- skiptavaka framvirkt gjaldeyri að jafnvirði 3 ma.kr. og var það gert í þremur tímalengdum og var um fjórar mismunandi myntir að ræða. Þessi viðskipti eru eina tilfellið þar sem Seðlabankinn hefur selt gjaldeyri framvirkt til markaðsaðila. Í september 2002 hóf Seðlabankinn að kaupa gjald- eyri á innlendum gjaldeyrismarkaði með það að mark- miði að styrkja gjaldeyrisstöðu sína. Bankinn hafði fyrr á árinu 2002 greint frá því í Peningamálum að hann myndi kaupa gjaldeyri þegar hann teldi aðstæður leyfa. Seðlabankinn hafði samband við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði áður en endanleg ákvörðun var tekin um hvernig heppilegast væri að staðið yrði að kaupunum. Fréttatilkynning var síðan gefin út 27. ágúst 2002. Þar kom fram að Seðlabankinn hygðist kaupa andvirði allt að 20 ma.kr. fyrir árslok 2003. Bankinn kaupir 1½ milljón Bandaríkjadala í hvert sinn á mánu- dögum og miðvikudögum og með möguleika á kaup- um á föstudögum. Einnig áskilur bankinn sér rétt til að eiga viðskipti við viðskiptavaka að þeirra frumkvæði með hærri fjárhæðir að því gefnu að gengi krónunnar hafi styrkst frá síðustu skráningu. Seðlabankinn getur hætt kaupunum telji hann aðstæður hafa farið á verri veg. Kaup Seðlabankans á gjaldeyri fara fram utan opnunartíma markaðarins eða milli kl. 9:00 og 9:15 á morgnana og fær Seðlabankinn verðtilboð frá mark- aðsaðilum og tekur því hagstæðasta. Fyrstu reglulegu kaup bankans samkvæmt þessari uppkaupaáætlun voru 2. september og í lok árs 2002 hafði bankinn keypt 52½ milljón Bandaríkjadala eða að jafnvirði 4½ ma.kr. Með þessum reglulegu kaupum á Seðlabankinn í fyrsta sinn viðskipti utan afgreiðslutíma gjaldeyris- markaðarins en einnig er þetta í fyrsta sinn sem bank- inn tilkynnir fyrirfram með hvaða hætti hann hyggst eiga viðskipti á markaðnum. Rétt er að ítreka að það er ekki markmið bankans að reyna að hafa áhrif á gengi krónunnar með þessum uppkaupum og þau eru ekki hluti aðgerða í peningamálum. Þau eru fyrst og fremst hugsuð til að bæta gjaldeyrisstöðu bankans sem versn- aði töluvert á árinu 2001. Rammagrein 3 Sérstök viðskipti Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði 2001 og uppkaupaáætlun 2002-2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.