Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 18

Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 18
PENINGAMÁL 2003/1 17 hagvöxt á þessu og næsta ári ekki breyst mikið frá síðustu spá bankans. Hagvöxtur verður þó aðeins meiri í ár en hinn sami á næsta ári. Ástæða þess að spá um hagvöxt í ár eykst ekki meira en raun ber vitni þrátt fyrir virkjunarframkvæmdir og auknar aflaheimildir er meiri slaki í hagkerfinu á undanförn- um mánuðum en áður var reiknað með og hærra gengi krónunnar. Samkvæmt spánni mun einkaneysla standa í stað eða aukast lítillega á þessu ári. Reiknað er með að fjárfesting í íbúðarhúsnæði dragist saman um 1½%. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir aðeins meiri vexti einkaneyslu en að samdráttur íbúðafjárfestingar haldi áfram. Þetta er nokkuð í samræmi við síðustu spá bankans þótt í henni hafi verið gert ráð fyrir smá- vægilegri aukningu íbúðafjárfestingar á þessu ári. Vegna virkjunarframkvæmda er gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna aukist næstu tvö ár. Einnig er gert ráð fyrir meiri útflutningi sjávarafurða. Á móti kemur að spá um vöxt annars útflutnings hefur lækkað nokkuð og á það sérstaklega við um þjónustuútflutning. Innflutningur mun hins vegar aukast töluvert meira en áður var talið, einkum í tengslum við virkjunarframkvæmdir. Aukin fjárfest- ing og samdráttur í vöru- og þjónustujöfnuði eru ná- lægt því að vega hvort annað upp. Heildaráhrif á hagvöxt eru því sáralítil. Þannig er spáð 1¾% vexti landsframleiðslunnar á þessu ári og 3% á því næsta, en samsvarandi tölur í síðustu spá voru 1½% og 3%. Útlit er fyrir að afgangur á viðskiptum við önnur lönd á síðasta ári hafi verið u.þ.b. ½% af landsfram- leiðslu og að viðskiptahalli verði hóflegur á þessu ári og því næsta, eða um 1½% 2003 og 2½% árið 2004. Í nóvember spáði Seðlabankinn um 1% viðskipta- halla hvort ár. Meiri halli í nýrri spá skýrist fyrst og fremst af auknum innflutningi vegna stóriðju- framkvæmda en endurmat á halla á jöfnuði þátta- tekna vegna hærra gengis krónunnar leiðir til þess að hallinn í heild verður þó ekki meiri en ella. ... né mat bankans á eftirspurnarþenslu á vöru- og vinnumarkaði Vísbendingar sem lágu fyrir í haust um slaka á vinnumarkaði hafa orðið skýrari frá því að bankinn birti síðast verðbólguspá. Ekki er talin ástæða til að gera miklar breytingar á spá um atvinnuleysi næstu tveggja ára, þrátt fyrir að væntanlegar stóriðjufram- kvæmdir muni auka vinnuaflseftirspurn þegar líða tekur á spátímabilið. Miðað við síðustu spá er gert ráð fyrir aðeins meira atvinnuleysi á þessu ári en óbreyttu á því næsta. Þar sem þensluáhrifa stóriðjuframkvæmda fer líklega ekki að gæta fyrr en á árinu 2005 og spá um hagvöxt næstu tveggja ára hefur ekki breyst mikið, er mat bankans á framleiðsluspennu næstu tveggja ára svipað og síðast. Í ljósi nýrra hagtalna hefur fram- leiðsluspenna síðustu ára verið endurskoðuð og er nú lítillega minni en áður. Sömuleiðis virðist á þennan mælikvarða ekki myndast slaki í þjóðarbúskapnum á þessu ári eins og síðast var gert ráð fyrir en hafa verður í huga að mat á framleiðsluspennu á hverjum tíma er háð töluverðri óvissu og því er þessi munur vart marktækur. Framleiðsluspenna næstu tveggja ára sýnir að innlend eftirspurn á næstu misserum verður í þokkalegu samræmi við fulla nýtingu fram- leiðsluþátta. Verðbólguhorfur Litlar breytingar á helstu verðforsendum verðbólgu- spárinnar Eins og áður hefur komið fram byggist verðbólguspá Seðlabankans á því að hafnar verði virkjana- og álversframkvæmdir á Austurlandi. Þar sem megin- þungi þessara framkvæmda verður ekki fyrr en á árunum 2005-6 hafa þær lítil áhrif á grunnforsendur verðbólguspárinnar, enda aðeins spáð til fyrsta árs- fjórðungs 2005. Í verðbólguspánni er, eins og jafnan, gert ráð fyrir óbreyttri peningastefnu út spátímabilið, þ.e.a.s. að stýrivextir bankans verði óbreyttir. Að sama skapi er Mynd 15 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 02 03 04 0 1 2 3 4 -1 -2 -3 -4 -5 % af VLF Framleiðsluspenna/framleiðsluslaki 1990-2004 Heimild: Seðlabanki Íslands. Spá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.