Peningamál - 01.02.2003, Síða 85

Peningamál - 01.02.2003, Síða 85
ekki af samdrætti ofangreindra þátta enn hraðari (sjá mynd 10 hér að framan). Líta má á það sem skýra vísbendingu um að viðskiptahallinn var kominn langt fram úr þeim mörkum sem telja má sjálfbæran viðskiptahalla. Af hjöðnun viðskiptahallans um 6% árið 2001 má rekja u.þ.b. 2% til þess að innflutningur fjárfestingarvöru og varanlegrar neysluvöru dróst saman, en 4% til annarra þátta. Stór þáttur sveiflna í innflutningi varanlegrar neysluvöru og fjárfestingarvöru í myndun og hjöðn- un viðskiptahalla á Íslandi er að sumu leyti kostur. Ef íslenska hagkerfið væri lokaðra en það er og sjálfu sér nægt um varanlega neyslu- og fjárfestingavöru kæmu slíkar sveiflur fram innan þjóðarbúskaparins. Eftirspurn eftir vinnuafli væri þá til muna breytilegri og atvinnuleysi líklega að meðaltali meira, með tilheyrandi afleiðingum fyrir stöðugleika verðlags. Sveiflur í innflutningi og viðskiptahalla hafa því mildandi áhrif á hagsveiflur hérlendis og eru að því að vissu marki æskilegar. En verði þær óhóflega miklar, eins og árin 1998-2000, eru þær jafnframt vísbending um undirliggjandi spennu og yfirvofandi hættu á efnahagslegum óstöðugleika. Samspil skuldaþróunar og gengis stuðlaði að hraðri hjöðnun viðskiptahalla Fáum getur blandast hugur um að sveiflur í gengi krónunnar gegndu lykilhlutverki í aðlögun viðskipta- hallans á sl. tveimur árum. Að meðaltali var nafn- gengi krónunnar árið 2001 17% lægra en árið áður og raungengi 13% lægra (miðað við verðlag). Þetta var mesta lækkun gengis frá árinu 1989, en þá var verð- bólga mun meiri og lækkun raungengis sem af hlaust því töluvert minni, a.m.k. ef miðað er við hlutfalls- lega verðlagsbreytingu. Fara þarf allt aftur til ársins 1975 til að finna jafn mikla eða meiri lækkun hlut- fallslegs verðlags, en lækkun hlutfallslegs launa- kostnaðar á einingu var svipuð árin 1983 og 1989. Lækkun á gengi krónunnar hefur áhrif á viðskipta- jöfnuð eftir ýmsum leiðum: • Í fyrsta lagi hefur gengislækkun áhrif á heildar- eftirspurn. Hún leysir úr læðingi verðhækkanir á innfluttum vörum og innlendum vörum sem eru í samkeppni við þær. Kaupmáttur launa fellur, eða eykst hægar en ella og einkaneysla verður minni sem því nemur. Lækkun gengis er einnig líkleg til að hafa neikvæð áhrif á væntingar einstaklinga um kaupmátt framtíðartekna sinna. Daprari vænt- ingar um framtíðina hafa áhrif á eftirspurn, eink- um eftir varanlegri neysluvöru, því að neysla hennar og greiðslur fyrir hana dreifast á langt tímabil og eru því næmari fyrir breyttum vænt- ingum um framtíðartekjur og auðvelt er að slá kaupum slíkrar vöru á frest þegar horfur versna. Áhrif gengislækkunar á fjárfestingu fyrirtækja eru ekki jafn augljós. Þar togast á gagnstæð áhrif. Verð innfluttrar fjárfestingarvöru hækkar þegar gengi heimagjaldmiðils lækkar, sem dregur úr reiknaðri arðsemi fjárfestingar þar sem innflutt fjárfestingarvara kemur við sögu. Ef skuldir fyrir- tækja eru, eins og hér á landi, að verulegu leyti í erlendum gjaldmiðlum hefur lækkun á gengi krónunnar neikvæð áhrif á greiðslubyrði fyrir- tækja, sem dregur úr arðsemi þeirra eftir fjár- magnsliði og getu til frekari fjárfestingar. Þess er að vænta að lakari horfur um vöxt einkaneysla dragi úr fjárfestingu fyrirtækja sem selja fyrst og fremst á heimamarkaði. Á hinn bóginn eykur gengislækkun framlegð fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum og erlend lántaka verður hagkvæm ef gengi heimagjaldmiðils er tímabundið lágt meðan aðlögun stendur yfir í kjölfar hallaskeiðs. Horft til skamms tíma eru áhrif stórfelldrar gengislækkunar á fjárfestingu fyrirtækja þó líkleg til að vera neikvæð, enda tengist lækkun gengis einatt lakari horfum um framtíðar hagvöxt. • Í öðru lagi hefur gengisbreyting áhrif á hlutfalls- legt verð innflutnings og útflutnings. Innfluttar vörur verða hlutfallslega dýrari en innlendar. Vegna þess að samkeppni við innlendar stað- kvæmdarvörur er oft ekki fyrir hendi eða tak- mörkuð við örfáa aðila gerist þessi hlutfallslega verðbreyting tiltölulega hratt, en að sama skapi þarf líklega töluvert mikla verðbreytingu til að hafa umtalsverð áhrif á innflutninginn. Svipaða sögu má segja um viðbrögð útflutnings við gengisbreytingum. Hlutdeild innlends markaðar í tekjum flestra útflutningsfyrirtækja sem máli skipta, í sjávarútvegi og álframleiðslu, er ekki stór. Svigrúm þeirra til að bregðast við gengis- breytingum með því að draga úr framboði á innlendan markað og auka framboð á erlendan markað er því líklega minna en í löndum þar sem skipting sölu á milli innlends og erlends mark- 84 PENINGAMÁL 2003/1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.