Peningamál - 01.06.2005, Síða 5

Peningamál - 01.06.2005, Síða 5
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur lakari til tveggja ára Horfur í þjóðarbúskapnum eru í stórum dráttum þær sömu og lýst var í Peningamálum 2005/1 í mars. Þjóðarbúskapurinn einkennist enn af miklu og vaxandi ójafnvægi sem birtist hvað skýrast í gríðarlegri hækkun íbúðaverðs, afar hröðum vexti útlána og vaxanda halla á utanríkisviðskiptum. Hagvísar sem birst hafa frá útgáfu Peningamála í mars benda ekki til að dregið hafi úr vexti eftirspurnar, nema síður sé. Hins vegar hefur dregið nokkuð úr verðbólgu undanfarna tvo mánuði. Verðbólguhjöðnunin á sér þó tíma- bundnar orsakir, t.d. gengishækkun krónunnar, breytta meðferð vaxtakostnaðar í húsnæðislið vísitölu neysluverðs og verðstríð lágvöruverðsverslana. Ekkert af þessu hefur áhrif á verðbólguhorfur til næstu tveggja ára. Þvert á móti hafa horfurnar heldur versnað, enda var gengi krónunnar á spádegi nokkru lægra en miðað var við í mars. Að auki ýtir meiri hækkun húsnæðisverðs en gert var ráð fyrir í mars undir einka- neyslu á næsta ári. I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Forsendur nýrrar spár Spáin sem hér birtist er uppfærsla á þjóðhags- og verðbólguspá Seðla- bankans sem birtist í mars. Í uppfærslu felst að einungis mikilvægustu forsendum er breytt í ljósi framvindunnar og nýjustu upplýsinga, en annars er byggt á sömu forsendum og í marsspá.2 Eins og endranær byggist spáin á því að stýrivextir og gengis- vísitala krónunnar haldist óbreytt frá miðjum maí, þ.e.a.s. miðað er við að stýrivextir verði 9% og gengisvísitalan nálægt gildinu 116. Gengi krónunnar í uppfærðu spánni er því 6% lægra en í marsspánni. Verðbólguspáin nær til annars ársfjórðungs 2007. Efnahagshorfur lítið breyttar frá síðustu spá Efnahagshorfur til næstu tveggja ára hafa lítið breyst frá því í mars, enda tiltölulega skammur tími liðinn og lítið um nýjar upplýsingar sem gætu gefið tilefni til verulegs endurmats. Áfram eru horfur á miklum hagvexti á næstu tveimur árum með tilheyrandi spennu í þjóðarbúskapnum. Horfur eru á heldur meiri framleiðsluspennu en síðast var spáð. Því mun reyna verulega á þanþol hagkerfisins og hagstjórn ef tryggja á að jafnvægi náist á ný án harkalegrar aðlögunar efnahagslífsins. Helstu breytingar frá því í mars sl. eru að stýrivextir Seðlabank- ans hafa hækkað lítillega, gengi krónunnar hefur lækkað og hús- næðisverð hækkað meira en þá var reiknað með. Hærra húsnæðisverð eykur hvata til íbúðafjárfestingar og hvort tveggja eykur verðmæti húsnæðis einstaklinga. Aukinn húsnæðisauður veldur heldur meiri vexti einkaneyslu á næsta ári en spáð var í mars, þrátt fyrir hærri stýri- vexti. Veikara gengi krónunnar beinir þessari auknu eftirspurn að 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem lágu fyrir 27. maí 2005, en spár byggjast á upplýsingum til 17. maí. 2. Heildstæðar þjóðhags- og verðbólguspár eru birtar síðari hluta mars- og septembermán- aða, en uppfærslur í júní og desember. Tímasetning heildstæðra spáa miðast við að fyrir liggi þjóðhagsreikningar um liðið ár í mars og hálft yfirstandandi ár í september.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.